Færslur: 2007 Júlí

29.07.2007 12:46

Loksins!

Loksins, loksins, loksins er komin niðurstaða um samgöngumál okkar.
Því miður ber þann skugga á að enn virðast sumir vilja halda áfram
þrasinu og viðhalda óeiningunni sem hefur skaðað okkur mikið á
undanförnum árum.

28.07.2007 18:00

SUÐUR Á EYJU

Ég skrapp suður á eyju fyrir hádegið í dag. Alveg dýrð og dásemd!
Myndaalbúm 28-07-07.

27.07.2007 21:53

Mynd vikunnar 2

Af því að nú er stutt í þjóðhátíð verður MYND VIKUNNAR gömul stemming á Brekkusviði.
Myndin er tekin 1972 af  hinni goðsagnakenndu stuðhljómsveit HAUKUM.
Þeir sem voru í sveitinni þarna, f.v. gítarleikarinn Helgi Steingrímsson, trommuleikarinn
Engilbert Jensen, bassaleikarinn og sjarmatröllið Gunnlaugur heitinn Melsteð, gítarleikarinn
Sven Arvé Hovland og hljómborðsleikarinn Sveinn Guðjónsson.
Já, svona var stóri pallurinn í þá daga, bæði lítill og lágur. Aðrir skemmtikraftar standa
út í horni og bíða eftir að komi að þeim. Þar má sjá Karl heitinn Einarsson eftirhermu,
Ríó tríó og fl.
Myndina tók Guðmundur W. Stefánsson.

22.07.2007 22:21

Mynd vikunnar

Ég hef hugsað mér að vera með framvegis hér í blogginu MYND VIKUNNAR.
Þetta geta orðið myndir af öllu mögulegu tagi t.d. ljósmyndir, vatnslitamyndir,
teikningar og tölvugerðar myndir (digital art) , jafnvel myndir sem ég er ekki
höfundur að.
Fyrsta myndin er vatnslitamynd frá 1997 "BLEKÓS BLAÐSINS", eins konar
tilvitnun í Lesbók Morgunblaðsins (gamla góða fosíðan) . Þarna hafa margir
bleklækir runnið úr pennum gáfaða fólksins og listaelítunar í 101.
Menningarmálin skoðuð og metin aðallega ofan frá úr hásætum listrýna.
MYND VIKUNNAR sýnir landið okkar Ísland neðan frá og neðst er stef -
nótur úr þjóðsöngnum okkar, einnig séð neðan frá.20.07.2007 07:11

Bensínfætur

Undanfarið hefur talsvert verið rætt í fjölmiðlum um að hér á landi hafi vitleysingum fjölgað mikið
- í umferðinni. Hvað er til ráða? Mig dettur í hug það sem skáldið sagði í kvæðinu góða um árið:
...... að svipta menn með svæsini aðgerð bensínfótarvöðva..........

19.07.2007 17:31

Ríkur bær

Nú er skuldasúpuskælurnar og fátæktarkveinin hljóðnuð.
Þá er um að gera að við almúginn leggjum fram óskalistana.
Ég óska mér að helv.... ljótu og oft stórhættulegu malbikuðu
gangstéttirnar hér í mínu hverfi verði hellulagðar eins og hjá
"fína fólkinu" nið´rí miðbæ. - Já, takk fyrir það. Meira síðar.


18.07.2007 07:20

Verum bjartsýn!

Verum bjartsýn! Nú er hafin uppgræðsla af fullum krafti á svæðinu upp af Bakkafjöru.
Ég spái því að eftir svona tíu ár verði þarna víðáttumiklir akrar og tún til að framleiða
etanol.......?
Svo næsta vetur verður byrjað að keyra grjóti niður í Bakkafjöru, Gaman verður að
fylgjast með því.
  

09.07.2007 12:02

Þjóðhátíð nálgast

Mig langar til að benda ykkur á myndaalbúm með þjóðhátíðarmyndum
fyrr og nú. Myndin sem hér fylgir sýnir þegar verið var að steypa
Daltjarnarbotnin á sínum tíma. Hvaða ár var það?

05.07.2007 09:09

Ljótu hálfvitarnir

Þessa dagana á ég sífellt erfiðara með að átta mig á hvort LJÓTU HÁLFVITARNIR
sé hljómsveit frá Húsavík?.. Eða ríkisstjórn Íslands öll eða að hluta??... Eða kannski
yfirmenn Hafrannsóknarstofnunar??.... Ég giska helst á að svarið sé "snillingarnir"
í Hagfræðistofnun Háskóla Íslands?
  • 1