Færslur: 2007 Október

31.10.2007 09:09

Orð vikunnar (1)

Allir halda að sinn sjóndeildarhringur sé sjóndeildarhringur alls heimsins.

Schopenhauer.

29.10.2007 20:33

Ljóð (vísa) vikunnar (7)

....og nú taki allir undir - háum rómi.

Ég er rola, rugludallur,
ræfilstuska, fáráðlingur.
Ég er dóni, drullusokkur,
dæmigerður Íslendingur.

Sverrir Stormsker á Stöð 2, 28. ágúst 2002.

29.10.2007 09:04

Mynd vikunnar 16

....... og trésmiðurinn komst undan á flótta..
.

26.10.2007 23:03

Ágætt - eða hvað?

Ég er harla ánægður með sanngjarnar kröfur bæjarráðs í Bakkafjörumáli. Það mætti reyndar bæta við þá ósk að í náinni framtíð verði Þjórsá og Hólsá brúaðar niður við ósa eða m.ö.o. fyrirhugaður Suðurstrandarvegur nái austur að Markarfljótsbrú. Það yrði mikið öryggismál, ekki bara fyrir okkur heldur flesta landsmenn og að mínum dómi og mun gæfulegra en aðtvöfalda þjóðveg eitt frá Selfossi og austur. Vont er að aftur og aftur búkka upp neikvæðar úrtöluraddir í miðlum um Bakkafjöru. Ekki er það nú til hjálpa. Auðvitað verða alltaf skiptar skoðanir um þetta eins og um flest annað. En þegar allur málflutningur er byggður á óljósum tilfinningum og rakalausum getgátum um hvað muni gerast þegar, ef og kannski, getur það í besta falli verið ágætis málfóður á kaffistofum en á ekkert erindi í fjölmiðla.

25.10.2007 07:37

Ný Dönsk 20 ára

Hljómsveitin NÝ DÖNSK heldur um þessar mundir upp á 20 ára afmæli. Ég fann í fórum mínum vídeóbrot sem ég tók á Þjóðhátíð 1991.
Fyrir utan eigið efni spilar sveitin gömul Trúbrotlög sem þeir höfðu nýflutt á minningatónleikum um Karl Sighvatsson sem fórst í hörmulegu
bílslysi þá fyrr um sumarið. Þetta (dogma) vídeó sem er um 7 mín. getið þið séð hér inn á Myndbönd.

24.10.2007 07:36

Nýr Kristur?

Nú er rifist mikið um nýja þýðingu Biblíunnar. Hvað um þessa mynd, þessa frétt í dagblaði fyrir nokkrum árum? Mér finnst eins og maðurinn á myndinni(Jesú) vera á svipinn eins hann sé nýbúinn að fremja eitthvað ódæðisverk. Af því að það er eðlilega ekki til samtíma ljósmynd af frelsaranum, 
þá finnst manni þetta er þetta gróft niðurbrot á ímynd - sunnudagaskólaímyndinni.
.

24.10.2007 07:29

Ljóð vikunnar (6)

Bílarnir eru að vakna
Arkítektalampinn rumskar
skreiðist upp á himinhvolfið

Morguninn röltir
á lágfrýsandi fákum ljóssins
um rústir næturinnar

Sigurður Pálsson (1948)

23.10.2007 14:17

Speki vikunnar (5)

Um leið og farið er að setja hlutina í kerfi er byrjað að hagræða sannleikanum.


Þórarinn Björnsson 1905 - 1968

22.10.2007 17:26

Mynd vikunnar 15

Mynd vikunnar er af vatnslitamynd  42 X 55 cm. án titils, 1990  Eigandi: Tryggingamiðstöðin.

20.10.2007 14:58

Smá spjall við ykkur

Um leið og ég þakka ykkur fyrir heimsóknirnar hérna langar mig vekja athygli ykkar á nýju
myndaalbúmi sem ég kalla "Myndagallerý". Þarna mun ég setja alls kyns myndir sem ekki
er auðvelt að flokka. Þetta albúm ætla ég ekki að uppfæra með nýjum og nýjum númerum,
heldur bæta nýjum myndum í (og taka út) eftir því sem þær verða til og eins eldri myndir sem
ég finn í "myndahaugnum" mínum. Einnig vil ég benda ykkur á mörg önnur ný myndaalbúm. 
Og framvegis ætla ég að vera með eina "Mynd vikunnar" í hverri viku ekki myndir eins og ég
ætlaði mér.


18.10.2007 22:49

Alveg galið!

Það er fullyrt að til sé fólk sem tali um að það vilji Reykjavíkurflugvöll burt úr borginni, hann eigi að vera á öðrum stað....... Einhvers staðar. Svo óskaplega finnst mér þetta galið að ég ætla rétt að vona að menn hafi sagt þetta í stundarbrjálæði, ekki í alvöru.

18.10.2007 09:35

Ljóð (vísa) vikunnar (5)

Lítið er lunga
í lóuþrælsunga;
þó er enn minna
mannvitið kvinna.

Staðarhóls-Páll (D. 1598)

17.10.2007 10:51

Auðvitað elskum við spillinguna!

Enn og aftur er verið að þrasa um Grímeyjarferjuna.
Bara að sópa skítnum undir teppið og horfa fram á veginn, segir kassavörðurinn

16.10.2007 23:02

Speki vikunnar (4)

Asni verður ekki hestur þótt lagður sé á hann hnakkur úr gulli.

16.10.2007 10:45

Myndir vikunnar 14

Ja - há, það er bara það!