Færslur: 2007 Desember

24.12.2007 15:49

Jólakort

Þið, kæru vinir sem sannarlega eigið skilið að fá jólakort frá okkur hjónakornum hér á Bröttugötu 27 en fáið ekki,
biðjum við ykkur með aðstoð sonardóttur okkar (Ellenar Evu 2ja ára)  að fyrirgefa okkur letina og trassaskapinn (sem er auðvitað engin afsökun).
Hugheilar jóla og nýársóskir til ykkar.

24.12.2007 10:56

Aðfangadagur

Þrátt fyrir myrkrið er alltaf ljós. - Gleðilega hátíð öll!

21.12.2007 12:34

Nýtt skip

Til hamingju! Þórður Rafn og fjölskylda.

15.12.2007 15:35

Umhverfisglæpamennska!

...eru menn alveg heilalausir?

11.12.2007 07:50

Borgaraleg hlýðni

Nú gerðist sá gleðilegi atburður í gær að borgarar tóku til sinna ráða þegar fávitar í opinberum stöðum voru í hálfvitaskap sínum að eyðileggja menningarverðmæti. Til hamingju Seyðfirðingar! 

05.12.2007 09:04

Smá ábót.

Í framhaldi af því sem skrifaði í gær um samstöðuna (samstöðuleysið), þá langar mig til að varpa þeirri hugmynd fram
að eyjamiðlarnir Fréttir eða Vaktin verði með framvegis fastan dálk með fréttum og nýjustu upplýsingum um Bakkafjöru-
framkvæmdir. Vel upplýst umræða er helsta forsemda samstöðu og góð samstaða skapar þrýsting og aðhald á yfirvöld.

04.12.2007 16:35

Að standa saman.

Ég var einn af þeim sem fór niður á Stakkó á laugardaginn og naut hátíðlegar stundar í sjaldgæfri lognblíðunni þegar kveikt var á jólatréinu.
Eftir spil og söng flutti Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar ávarp og var bara mjög brattur. Og hann hefur talsvert til síns máls. Hrakspár og barlómur þarf ekki að vera málið í dag, það er margt jákvætt í gangi hjá okkur núna. Forsetinn nefndi að búið væri að ákveða að byggja ferjulægi í Bakkafjöru og mikilvægt að við eyjafólk stæðum saman um framkvæmdina. Þetta með nauðsyn á samstöðu er ég sammála. Vandinn er bara sá að margt fólk virðist mjög illa upplýst um gang mála. Síðan á laugardag hef ég hitt fólk sem telur ekkert hafi verið ákveðið í samgöngumálum okkar og yfirleitt ekkert verið að vinna í þeim málum nú um stundir. Allt svik og aumingaskapur. Staðreyndin er að nú er verið að vinna mikið í þessum málum t.d. nýlokið er forvali til útboða um smíði nýrrar ferju. Það er verið að vinna í lögbundnum umhverfismötum og undirbúa útboð á ýmsum verkþáttum. Auðvitað má segja að betra væri að öll þessi vinna gengi hraðar. Ef á að byggja upp góða samstöðu um þetta mál, þarf að upplýsa okkur miklu betur um gang mála nánast frá degi til dags. Hvað er búið að gera? Hvað er verið að gera? Hvað verður gert næst? Þá gæti skapast góð samstaða. Takk fyrir það.

01.12.2007 09:18

Orð vikunnar (4)

Lýðræðið er dýrmætt en virði stjórnmálaflokka ekkert.
  • 1