Færslur: 2008 Janúar

28.01.2008 22:29

Gömul sannindi - og ný.

Galdrafárið á 16. og 17. öld vekur hrylling og meðaumkun með mönnum nú á dögum í þeim heimshlutum sem eru meira og minna mótaðir af upplýsingu 18. aldar.

Þó eru mörg svæði heimsins á svipuðu stigi varðandi galdrakukl og var í Evrópu á 17. öld.

Þótt galdrakuklið sé horfið sem andleg plága í Evrópu, þá gengur mönnum seint að koma fyrir þeim grýlum og djöflum sem skýtir upp stundum upp úr myrkviðum undirvitundarinnar, öðru vísi en með því að koma þeim fyrir á þá sem þeir telja sér og heimsskoðun sinni andsnúna.

Því er oft þörf fyrir eitthvað tákn andstæðunnar við það sem ríkjandi öfl samfélagsins telja sannleik og ágæti.

Tákn andstæðunnar getur tekið á sig hinar margvíslegustu myndir sem eru samfélaginu kærkomnir blórabögglar. Voldugustu öfl hvers samfélags geta ráðið miklu um hvaða hópur er valin sem tákn andstæðunnar við ríkjandi skoðanir og hefðir, með áróðri nútíma fjölmiðlunar.

Stundum verða gyðingar fyrir valinu, stundum verða negrar tákn alls þess sem neikvæðast þykir að ríkjandi mati, stundum eru búnar til pólitískar grýlur. Það má kenna þessum grýlum um flest það sem aflaga fer í samfélaginu og jafnvel einkalífinu og þær eru hentugar til þess að ýta fólki enn meir til fylgis við ríkjandi öfl.

Því magnaðri sem áróðurinn er því meiri óttinn, tortryggnin og hatrið. Menn verða "fullir af djöfli", sem þeir sjá gjarnan í náunga sínum, mynd grýlunnar.

Öfl undirdjúpanna ná valdi á meðvitundinni og öll eðlileg hlutföll raskast. Raunsæisskynið bjagast og ofstækið mótar allt mat og gerðir.

Grýlur nútímans eiga sér forsemdur í ótta, ofstæki og forheimskun eins og fyrrum þegar menn trúðu á nornir og seiðskratta.

Höfundur mér ókunnur.

24.01.2008 18:50

Ábending!

Ég mæli með að þið lesið BAKÞANKA Dr. Gunna (Gunnars Hjálmarssonar) á baksíðu
Fréttablaðsins í dag. -  Engin tæpitunga hjá doktornum að vanda.
Gott ráð: Lesið pistilinn vandlega og fáið ykkur svo kaffisopa eða eitthvað og lesið svo aftur, - takk.

20.01.2008 13:28

Orð vikunnar (5)

Þar, sem jökulinn ber við loft, hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, 
þar búa ekki framar neinar sorgir, og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu. HKL.


18.01.2008 16:18

Mynd vikunnar 25

Brandararnir fljúga! - Góða helgi.

15.01.2008 14:16

Allt í þessu fína!

Georg Arnarsson tryllukarl hefur farið mikinn og krítað liðugt í umræðunni um samgöngumál undanfarið, nú síðast í gær. Ég virði hans skoðanir en er yfirleitt aldrei sammála honum. Þetta er hjá honum sífellt ef og kannski í bland við alhæfingar sem standast svo ekki frekari skoðun. Georg vitnar í fundinn meðsamgönguráðherra og í bækling sem þar var dreift um að  nýr Herjólfur verði 62 m. Í bæklingnum stendur að gert sé ráð fyrir þessari lengd. Staðreyndin er sú að samkv. áætlunn (mars 2007) verður nýr Herjólfur ekki hannaður fyrr en í mars 2008 og tilboð opnuð í apríl, þannig að ekkert hefur verið ákveðið endanlega umstærð ferjunar. Það kom fram á fundinum að stærð ferjunar geti orðið allt að 70 m. og breiddin allt að 17 m. Georg vitnar í Jón Bernódusson hjá Siglingastofnun, að hann hafi sagt að það væri glapræði eða eitthvað í þá áttina ef ný ferja yrði styttri en 67 m. Nú vill svo til að ég hef svo að segja daglega samband við Jón vegna vinnu minnar. Jón fullyrðir að hann hafi ekki nefnt einhverja sérstaka tölu varðandi lengd nýrrar ferju og því síður kallað fyrirhugaðar framkvæmdir í Bakkafjöru ævintýramennsku Jón hefur sagt við mig að ferjuna þurfi f.o.f. að hanna með öryggið í fyrirrúmi og að hún geti annað flutningaþörfinni sem best, og þá horft til framtíðar í því sambandi. Og vel á minnst, það verða ekki sérfræðingar Siglingastofnunar sem ákveða endanlega stærð á nýjum Herjólfi þegar þar aðkemur. Það verður pólitísk ákvörðun eins og alltaf hefur verið. Eigum við svo ekki að hætta að mála Djöfulinn upp um alla veggi og vera frekar bjartsýn og kát............ha?

11.01.2008 15:57

Gunnlaugur Stefán Gíslason

Ég vil vekja athygli á og bjóða velkominn í 123-hópinn vin minn, vatnslitameistarann Gunnlaug Stefán Gíslason.
Hann er núna þessa daganna að setja inn í albúm á síðunni sinni myndir af vatnslitamyndum. Að mínum dómi
eru þarna frábær sýnishorn af ferli hans í meira en þrjátíu ár. Einnig eru þarna glæsilegar ljósmyndir.
Sjá Tenglar hér til hliðar.

02.01.2008 09:39

Mynd vikunnar 23

Átveislunum miklu er lokið..............í bili.
  • 1