Færslur: 2008 Apríl

29.04.2008 21:47

1958?

Úr ljósmyndasafni Heiðars Marteinssonar.

25.04.2008 20:29

Staka

Hvað stoða hallir og glóandi gull
ef gleðinnar fölnað er stráið.
Það breytir svo litlu þó buddan sé full,
ef barnið í manni er dáið.
                        
                            ( Höfundur ókunnur)

23.04.2008 16:02

Um óeirðafréttir

Það virðist ekki duga lengur að Geir Jón bjóði uppreisnarforingjanum 
Sturlu upp á nebbanautnir.

22.04.2008 07:56

ÚTSÝNI

Heilabú alþingismanns séð frá suðaustri.

16.04.2008 11:46

Loksins! Loksins! Loksins!

Loksins! Fiskiðjumyndir 4 komnar í albúm.


15.04.2008 12:35

Áfram framfarir!

Ég vil þakka Jarli Sigurgeirssyni kærlega fyrir afar þarfa og ýtarlega grein á
eyjafrettir.is um "ströndum ekki"/(gubbum frekar) undirskriftaruglið allt.

14.04.2008 19:59

Afsakið!

Ég verð að biðja ykkur sem eru að bíða eftir fleiri Fiskiðjumyndum afsökunar á
hvað hefur dregist að koma þeim inn á vefinn.
Það er eitthvert rugl og vesen á 123stjórnkerfinu. Ég vona að þetta komist í lag 
sem fyrst.

13.04.2008 16:08

Að fræðast um raunveruleikann.

Ég skora á ykkur sem viljið raunverulega fræðast  um fyrirhugaðar framkvæmdir
í og við Bakkafjöru að fara inn á vef Vegagerðarinnar og kynna ykkur þar mjög
ýtarlegt efni um framkvæmdirnar. Þar er fróðlegt lesefni og ekki síður mikið af
fróðlegum og áhugaverðum myndum, teikningum og kortum.
Fordómar eru yfirleitt afleiðing þekkingarleysis.
Slóðin er:

http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir-og-vidhald/umhverfismat/frummatsskyrsla/nr/1709
09.04.2008 16:07

Skemmdarverk

Að safna undirskriftum gegn framkvæmdum í Bakkafjöru er að mínum dómi
skammarlegt skemmdarverk sem þjónar þeim eina tilgangi tefja fyrir brýnum
úrbótum í samgöngumálum okkar.
HÖFNUM ÖLLUM HRYÐJUVERKASAMTÖKUM!


07.04.2008 07:20

Styttist!

Það ætti að vera stutt í nýtt albúm "Fiskiðjumyndir 4". 
  • 1