Færslur: 2008 Maí

22.05.2008 22:34

Góð tíðindi

Eitthvað sem kallað er stafræn smiðja og samkvæmt tíðindum er fyrirhugað að setja á fót hér í Vestmannaeyjum. Þó maður viti varla nokkuð um þetta fyrirbæri, þá virka þessi orð "stafræn smiðja" mjög vel á mig - eitthvað nýtt og spennandi.

Annað fréttnæmt er að út er að koma bók eftir Sigurgeir Jónsson um viðurnefni fólks hér í Eyjum. Mér finnst þetta sérstaklega áhugavert vegna þess ég hef í u.þ.b. aldarfjórðung átt allstórt safn eyja-viðurnefna sem ég var oft hér áður fyrr varaður við að vera flíka mikið, þótti of viðkvæmt mál þó ekki fylgdu neinar nánari upplýsingar um hvaða fólk þetta væri. Ég tók þetta það alvarlega að safnið lenti neðst í neðstu skúffunni hjá mér. Nú er sem sagt öldin önnur (sem hún er) og er það vel, -  og ég bíð spenntur að ná mér í eintak.

Að lokum vil ég lýsa ánægju minni með þrýsting og ýtni bæjarráðs á yfirvöld varðandi samgöngumál okkar, - Takk fyrir það 

09.05.2008 17:48

Fiskiðjumyndir 5

Nú var ég að setja í albúm hér Fiskiðjumyndir sem eru að þessu sinni úr
myndasafni Siggu Kristjáns, hafi hún bestu þakkir fyrir að lána mér myndirnar.

02.05.2008 06:58

Um reykmengun

Okkar ágæta yfirvald Karl Gauti sýslumaður skrifar í Fréttir löngu tímabæra

og þarfa ádrepu um bæði loft og sjónmengun frá sorpbrennslunni. Athyglisvert.

Fyrir u.þ.b. fimmtán árum reyndi ég að benda á þetta sama vandamál og þá

helst sem mér fannst arfavitlaus staðsetning sorpbrennslunar.

Þá kom í ljós að það mátti ekki minnast á neitt sem kalla mætti umhverfisvernd

hvað þá náttúruvernd. Ég fékk að vita að svona gagnrýni væri djöfulsins niður-

rifsstarfsemi og bara argasti kommúnismi.

Nú er sem sagt öldin önnur - sem betur fer.


  • 1