Færslur: 2008 Júní

23.06.2008 20:47

Snilld!

Mikið var hann Megas frábær í Kastljósi áðan þegar hann söng Þórsmerkurljóð.
Takk fyrir það.

19.06.2008 08:14

Kvennadagur

Í dag er Kvenréttindadagurinn og við karlpungarnir óskum okkur til hamingju
með það ......eða hvað? .... já - alveg rétt við eigum að óska konunum til hamingju
með daginn - að sjálfsögðu.

03.06.2008 19:09

Um smíðatíma

Nú hafa svartsýniskórarnir og úrtöluraddirnar fengið byr undir báða vængi eftir að ákveðið var í síðustu viku að hætta viðræðum við V&V um nýjan Bakkafjöru-Herjólf. Þetta fólk er hið snarasta búið að slá því föstu að málið sé komið á byrjunarreit og allt ferlið muni tefjast um ár og  jafnvel ár í fleirtölu.

Mig langar að koma hér á framfæri athyglisverðum fróðleik úr fortíðinni:

Þann 30. apríl 1975 voru undirritaður samningar um smíði á nýjum Herjólfi II við skipasmíðastöðina Sterkoder í Kristjánssund í Noregi. Skipið átti að vera fullbúið 15. júní 1976. Herjólfur nýi kom til Vestmannaeyja 4. júlí 1976 eftir eitt ár og u.þ.b. níu vikum frá undirritun smíðasmninga.

Þann 16. apríl 1991 voru undirritaðir smíðasamningar á nýjum Herjólfi III við skipasmíðastöðina  Simek a/s í Flekkefjord í Noregi. Skipið átti að afhendast fullbúið í Noregi 30. maí 1992. Í byrjun júlí 1992 byrjaði ferjan daglegar ferðir til Þorlákshafnar eftir u.þ.b. eitt ár og tíu vikur frá undirritun smíðasamninga.

(Heimild: bókin "VIÐ ÆGISDYR II" bls. 113 og bls. 120.)

Samkvæmt þessum staðreyndum ættum við ekki að þurfa að örvænta, jafnvel þó að við gerðum ráð fyrir að engar framfarir hafi orðið síðustu 15 til 20 árin í skipasmíðum heimsins. En að sjálfsögu eigum við  að vera áfram vel vakandi og ýtin við yfirvöld í samgöngumálum okkar.

Samkvæmt frétt á vef Siglingastofnunar verða tilboð opnuð í vega- og hafnarframkvæmdirnar í Bakkafjöru 12. júní n.k.. Við skulum vona að það gangi vandræðalaust og að verkunum komi traustir verktakar sem láti drauminn okkar um stórkostlegar samgöngubætur rætast eftir tvö ár - takk fyrir það.

  • 1