Færslur: 2008 Október

28.10.2008 16:10

Bara allt í lagi!

Það er sérkennileg árátta sumra hér í bæ að blása upp alls konar órökstudda vitleysu og hreina
skrökulygi. Eitt af þessu sem ég hef heyrt á götuhornum er að það sé hætt við allt í samgöngu-
bótum okkar sem var búið að ákveða af yfirvöldum, bæði höfn í Bakkafjöru og ferjusmíði.
Það er rétt að samningar við ferjusmiði eru í biðstöðu þessar vikurnar en ég trúi því að það
taki ekki lengri tíma að smíða nýja ferju en tók að smíða núverandi Herjólf u.þ.b. 14 mánuði.
Eftir því mætti dragast fram í apríl n.k. að skrifa undir samninga og samt fá skipið í júlí 2010.
Auðvitað verðum við að vera vakandi yfir málinu og þeir sem til verka hafa verið kosnir verða að
standa sig. í Vestmannaeyjum er mikil uppspretta gjaldeyristekna svo við þurfum ekki að vera
með neina minnimáttarkennd.

23.10.2008 17:25

Brúnn

Brown - brúnn eins og aðrir kúkar!


20.10.2008 17:24

Allt á uppleið!

Ef við erum á botninum, þá liggja allar leiðir upp - það er jákvætt.

Þetta er staðreynd til fróðleiks.

15.10.2008 19:56

Fiskiðjumyndir 6

Loksins eru komnar inn "Fiskiðjumyndir 6". Það eru tvær myndir af tækjaliðinu upp á brú frá
Pétri Steingríms. og góður slatti frá Kiddu Kjartans. Þakka ég þeim báðum kærlega fyrir þetta
innlegg í safn minningamyndana úr Fiskiðjunni.

11.10.2008 16:48

Silfur Egils

Munið Silfur Egils í dag

10.10.2008 07:29

Látum þá skjálfa!

Sendum þessa vígdreka Íslands til Bretlandseyja og látum tjallana skjálfa svolítið.


  • 1