Færslur: 2008 Desember

31.12.2008 18:21

Skemmdarverk?

Kryddsíld stöðvuð vegna skemmdarverka - hverra? Er það vegna skemmdarverka bankastjóra eða
svokallaðra útrásarvíkinga, ráðherra eða embættismanna. Kannski var krydd-síldin bara sýkt (sjúkleg) eins og hún hefur alltaf verið.

30.12.2008 22:19

Dagatal 2009

Dagatalið mitt og Pr. Eyrúnar fyrir árið 2009 er komið út 10. árið í röð.
Að þessu sinni er það tileinkað (þema) Vestmannaeyjahöfn.


30.12.2008 07:12

Sýndarmennska

Eftit mikið japl, jaml og fuður tókst ráðamönnum loksins að lækka launin sín smávegis nú rétt fyrir jólin. En af hverju má ekki kalla þessa sýndarmennsku réttum nöfnum þ.e. sanngjarnan hýrudrátt.
Reyndar tel ég víst að pakkið muni bæta sjálfum sér upp lækkunina bakdyramegin, - leikur að tölum.
Og forseti lýðveldisins vill vera með og hýrudraga sjálfan sig. það virðist vera einhver vandamál að koma því máli áfram. Aftur á móti tók það Alþingi ekki nema nokkrar mínútur að samþykkja tug-
milljarða álögur á landslýð.
Ætli þetta aumingjans veslings ráðafólk geri sér grein fyrir því hvað það er til mikils óþurftar?
Líklega ekki.

28.12.2008 23:00

Bravó fyrir Mandal!

Aldrei þessu vant fór ég í dag á tónleika í safnaðarheimilinu þar sem fram komu Kári Bjarnason með skemmtilegt og fróðlegt erindi um stór-ljóðskáldið séra Jón Þorsteinsson og hljóm og söngsveitin Mandal. Það er skemmst frá því að segja að allur þeirra fluttningur var sannkallað eyrnakonfegt frá upphafi til enda. Allt í senn skemmtilegt, fróðlegt, hátíðlegt og hámenningarlegt í jákvæðasta skilningi þess orðs. Takk kærlega fyrir mig.


24.12.2008 10:54

Gleðileg jól!

www.123.is/listo óskar ykkur gleðilegra jóla, gæfu og gleði á nýju ári.
Bestu þakkar innlitin og jákvæðnina á árinu sem er að líða.

21.12.2008 10:40

Handtekinn

Gluggagægir var handtekinn nú í morgunsárið, enda er öll hans starfsemi ósiðleg og kolólögleg.
Tók hann frelsisskerðingunni mjög illa.


19.12.2008 18:43

Til hamingju!


Útskriftardagur Gunnars Heiðars í dag 19.12.2008.
Við gamla settið á Bröttu óskum þér innilega til hamingju með áfangan, - þú ert og verður meistari.

19.12.2008 12:22

Jólakötturinn

Lifði jólakötturinn af g(r)óðærið? Er einhver sem veit það?

16.12.2008 22:39

Smjörklípur

Smjör mun vera af skornum skammti í landinu. - Hver klípa að verða uppseld, enda notkunin mikil
þessa dagana.
Ath. þessi frétt verður ekki í DV.

14.12.2008 19:41

Spilling með fyllingu

Fjármálaeftirlitið (FME)  hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Magnað að fyrr á þessu ári vissi varla nokkur maður hvaða fyrirbæri þetta FME var (sumir vita það ekki enn). Nú hefir komið í ljós að ríkisrekin ofurlaunaspilling dafnar þar sem aldrei fyrr og enn verið að bæta í. Aðalpersónur og leikendur eru forstjóri FME, hans næst ráðandi og formaður stjórnar. Mín skoðun er sú, að í þessi máli séu launakjör  ofangreindra í raun aukaatriði. Aðalatriðið er að þessi stofnun er fullkomlega tilgangslaus - óþörf., það er deginum ljósara. Um að kenna er glæpsamlega vitfirrtum stjórnvöldum, stjórnsýslu og glæpsamlega steinsofandi fjölmiðlum. 

Það er kannski ekki undur þar sem pólitíkusinn, embættismaðurinn og fréttastjórinn eru saman í liði, sama klíkan, feður og synir hvors annars, náfrændur, albræður, samvaxnir þríburar og jafnvel einn og sami maðurinn sem situr umhverfis hringborðið.

 

  • 1