Færslur: 2009 Janúar

29.01.2009 20:20

Tími Jóhönnu

....já,..tíminn bara alveg að bresta á. - Eins gott að standa sig.

26.01.2009 08:38

...að bera

ATH. Júróbrettið á baki (aumingja)mannsins getur verið trappa úr stiganum í viðbyggingu Alþingishúsins.

23.01.2009 07:18

Jantelögmálið á vel við núna.

      Tíu reglur Jantelögmálsins:

       1.     Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað.

2.   Þú skalt ekki halda að þú sért jafn góður og við.

 3.   Þú skalt ekki halda að þú sért vitrari en við.

 4.   Þú skalt ekki halda að þú sért betri en við.

 5.   Þú skalt ekki halda að þú vitir meira en við.

 6.   Þú skalt ekki halda að þú sért meiri en við.

 7.   Þú skalt ekki halda að þú dugir til nokkurs.

 8.   Þú skalt ekki hlæja að okkur.

 9.   Þú skalt ekki halda að nokkrum sé ekki sama um mig.

10.  Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur nokkuð.

19.01.2009 17:18

Að létta fólki lífið

Það hlýtur  að vera erfitt og slítandi til lengdar að bera mikla og þunga ábyrgð eins og margir gera jafnvel árum saman. Sumir þurfa að rogast með ábyrgðina í fanginu milli húsa í 101-kvosinni alla daga meðan aðrir eru alveg að kikna í Borgartúninu og víðar og víðar. Mér datt í hug að hægt væri kannski, með einhverjum búnaði að létta þessu fólki burðinn og gera því kleift að standa nokkurn vegin upprétt (sjá teikningu). Þá er fyrst að nefna öfluga axlakróka úr stáli sem eru festir aftan á bakinu í gjörð eða belti úr þykku leðri sem nær utanum ábyrgðina. Undir axlakrókunum er bólstraðir púðar sem mýkja og jafna álagið. Neðar kemur svo annað belti sem nær utanum mittið til að jafna álagið á líkamann og einnig til að varna því að viðkomandi geti hlaupið auðveldlega undan ábyrgðinni.

Svo er hin byrðin 

Það er að segja skuldabyrðin sem leggst þyngst á almúgann. Það er reyndar ekki rétt að tala um skuld í eintölu, vegna þess þetta er þínar skuldir lesandi góður og skuldir óreiðumanna hvað sem allar ömmur segja.

Ég sé ekki í fljótu bragði að hægt sé að létta undir með þessu fólki. Þó má hugsa sér einhvers konar pall sem bundin er á bakið og miða ég þá við að viðkomandi skuldari sé á fjórum fótum vegna þess hann þarf hvort sem er að skríða fyrir yfirvöldum og skríða fyrir yfirvöld. Vandamál er að sérsmíðaður bakpallur kostar peninga sem vesalings skuldarar nú til dags eiga að sjálfsögðu ekki. En það mætti e.t.v.nota aflögð og úrsérgengin júróbretti (sjá teikningu). Nú segir sjálfsagt einhver að hnéhlífar og fóðraðir vettlingar sé nauðsynlegur búnaður. Ég útiloka allt slíkt vegna kostnaðar. Ef vegferð hins almenna skríðandi stórskuldara er um urð og eggjagrjót, ís, krapa og jafnvel þjóðvegi Vestfjarða, þá verður bara að hafa það


17.01.2009 18:02

Allt lygi!

Mér finnst þetta erindi úr texta Megasar eiga við um þessar mundir. Erindið er svona:

Helmingurinn lygi og hitt allt eintóm svik
en hamingjan var á ferli jú af og til og augnablik
Ég glæptist á að bíða í bítið þarnæsta dag
hélt ég byrinn yrði hagstæðari og allt komið í lag

16.01.2009 07:07

Frábær vinna.

Það er full ástæða að óska Hugins-mönnum til hamingju með góðan árangur í frumkvöðlaveiðum.

14.01.2009 07:02

Ríkisglæpir!

Að verja hendur sínar er eitt, - stórfelldir og síendurteknir stríðsglæpir annað. Ætti það ekki að vera
alveg ljóst? Nú þegar opna rútuna Ísrael - Haag. 

08.01.2009 22:37

Fiskiðjumyndir 7

Fiskiðjumyndir 7 eru komnar í albúm. Þær koma að þessu sinni frá Jóhannesi Ólafssyni og hafi
hann bestu þakkir fyrir lánið á myndunum.

06.01.2009 20:34

Gömul ferja!

Það er sjálfsagt góðra gjalda vert af bæjaryfirvöldum að vera vakandi yfir hvort notuð ferja er á lausu einhver staðar og gæti hentað okkur. Ég er reyndar þeirrar skoðunnar að ekki eigi að slá af kröfum okkar um nýja og sérhannaða ferju fyrir Landeyjahöfn, ferju sem lágmarkar frátafir og með hámarks öryggi. Danska ferjan sem nú er í umræðunni er af mínum dómi of gömul. Kversu vel hún annars kann að henta, þá verður hún orðin tólf ára 2010, og eftir aðeins sex ár orðin jafn gömul og Herjólfur er núna. Jafnvel þó að ekki verði skrifað undir nýsmíðasamning fyrr en í apríl - jafnvel maí n.k., þá ætti sú nýja ferja að geta verið tilbúin í tæka tíð 1. júlí 2010.
 
  • 1