Færslur: 2009 Mars

30.03.2009 23:12

Um tölvulist

Það var ánægjuleg nýbreytni í Kastljósi í kvöld að fjalla um tölvulist Ólafar Erlu. En það virðist hafa þurft umfjöllun í erlendu tímariti til þess að menn kveiktu á þessu. Það vakti athygli mína að í dagskrárkynningu var talað um nýstárlegar aðferðir Ólafar Erlu við sína listsköpun. Þó að mér finnist tölvulist (digital art) Ólafar standast fyllilega samjöfnuð við það besta sem verið er gera í heiminum, þá er langt frá því að hægt sé að tala um að myndir hennar séu nýstárlegar eða sérlega frumlegar.
Það er nefnilega búin að vera mikil gróska í hvers konar tölvumyndlist  úti í hinum stóra heimi í vel á
annan áratug. Vil ég t.d. benda á vefinn cgsociety.org í því sambandi.
Hér á Íslandi hefur aftur á móti með fáum en gleðilegum undantekningum verið miklir fordómar og jafnvel hatur á myndsköpun í tölvum. Á þetta jafnt við um almenning og listaelítuna. Vonandi að þessi neikvæðu og gamaldags viðhorf fari að breytast.
 

09.03.2009 17:12

Kynjaskepna.

Ef kona hefur hvorki getu né vilja að bjóða sig fram á lista - þá er það bara þannig.
Ef kona býður sig fram en fær ekki stuðning - þá er það bara þannig.
Ef kona býður sig fram og fær mikið fylgi - þá er það bara þannig.
Sama gildir með karla og þess vegna er kynjakvóti skrumskæling á því sem við (af veikum mætti)
köllum lýðræði.

09.03.2009 16:35

Kingston upon Hull

Nú fyrir skömmu sigldi íslenskt fiskiskip til Húll í Englandi og seldi þar aflann. Þetta mun vera orðið sjaldgæft núorðið. Við sem erum komin yfir miðjan aldur munum þegar svona siglingar voru algengar,
jafnvel sextíu til sjötíu tonna pungar voru að skrölta til Húll og Grímsbý í svartasta skammdeginu.
Ég nefni þetta vegna þess að nú heitir þessi blessaði bær ekki lengur Húll, - hann heitir Höll á máli íþróttafréttamanna.

08.03.2009 11:13

Ekki gott!

EYJAN.IS er svona safnvefur bloggara. Þar eru teikningar af flestum sem þarna eru inni. Eru þær ýmist í skopstíl eða hreinar eftirgerðir ljósmynda. Mér telst til að af þessum stóra hóp séu teikningar af tuttuguogsex þjóðþekktum einstaklingum og af þeim eru aðeins fimm sem mér finnst votta fyrir svip á viðkomandi. Þetta finnst mér afar slakt miða við hvað við eigum marga framúrskarandi skop-
teiknara.
  • 1