Færslur: 2009 Maí

24.05.2009 11:44

Heimilin eða heimili þar er munur

Mér finnst þreytandi þessir síendurteknu frasar um heimilin og heimilanna þetta eða hitt. Þetta eru alhæfingar og allt of mikil einföldun á alvarlegu máli, Þetta hljómar eins og hvert einasta heimili í landinu sé á vonarvöl.   Nær væri að  mínum dómi réttara að tala um t.d. vanda heimila, slá skjaldborg um heimili og hagsmunasamtök heimila - fólks sem eru sannarlega í fjárhagslegum vanda. Það má flokka heimilin í landinu í þrjá flokka í þessu sambandi (reyndar svolítil einföldun).

Í fyrsta lagi eru heimili sem þurfa  ekki á hjálp að halda, sá flokkur er sem betur fer lang stærstur (samkv. rannsóknum). Annar flokkur sem er því miður of stór eru heimili fólks sem hefur orðið fyrir barðinu á nautheimskum, gerspilltum og þar af leiðandi vanhæfum stjárnmála- og embættismönnum undanfarna áratugi. Þessu fólki þarf að hjálpa strax. Síðasti flokkurinn eru heimili fólks sem hefur hagað sér eins og fífl í sínum fjármálum. Vandséð hvort réttlátt er að hjálpa því fólki nokkuð.  

  • 1