Færslur: 2009 Júní

27.06.2009 18:07

LANDEYJAHÖFN

Nýjar myndir í "Myndaalbúm" frá gerð Landeyjahafnar í Bakkafjöru.

24.06.2009 13:22

Minnisvarði?

Stendur til að reisa styttu af Hannesi Smárasyni í Vestmannaeyjum?? ......nei , ég bara spyr.

19.06.2009 07:20

Safnamál

Í fyrradag 17. júní var sýnt í kvöldfréttum sjónvarpsins frá formlegri opnun á að sjá glæsilegu safni,
Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Það vakti athygli mína að þarna í fréttinni var allt löðrandi af fjallmyndarlegum núverandi og fyrrverandi vestmannaeyingum. Þetta vakti hjá mér hugrenningar hvað átakanlega illa hefur verið staðið að safnamálum hér í Eyjum síðustu áratugina. Áhugaleysi og jafnvel glæpsamlegt skeytingarleysi viðgengist alltof lengi. Klúður og mistök og nýjar hugmyndir kæfðar í fæðingu hafa verið einkennandi.
Sanngjarnt er þó að nefna hér að eitthvað svolítið mun vera að rofa til í þessum málum á allra síðustu árum.

17.06.2009 14:34

Vefmyndavél

Vefmyndavél í Landeyahöfn, slóðin er  http://www.sigling.is/pages/1170


15.06.2009 08:38

Bréf til ráðherra.

Ágæti samgönguráðherra Kristján L. Möller.

Þú mátt ekki einu sinni hugsa um að Breiðafjarðarferjan Baldur leysi Herjólf af í haust.
Baldur er prýðilegt skip til síns brúks á sínu svæði en getur aldrei verið nothæfur á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Ferjan Baldur er mjög ólík forvera sínum sem stundum kom í staðin fyrir Herjólf. Gamli Baldur var talsvert minni en núverandi en byggingalagið allt annað, - það er bara þannig góði minn. Ég vona að meðfylgjandi ljósmyndir sýni nægilega mikið til þess að þú átti þig á hvað ég er að tala um. Það verður að finna skip sambærilegt Herjólfi, - og engin undanbrögð eða afslátt með það. Takk. 

Alúðar heilsan óskir bestu og virðingarfyllst, J.


14.06.2009 21:09

Nöfnurnar

Maður hefur haft lúmst gaman að fylgjast undanfarið með henni Evu Joly (Sjólý). Hún húðskammar menn og gerir kröfur vinstri hægri. Kerfisfólkið verður hjárænulegt og skömmustulegt í framan. Sumir aðrir, sérstaklega úr dómskerfinu fyllast af hroka og eru með kjánalegan kjafthátt.
Allt önnur eva er hún Eva okka Sólan. Hún er ekki að gera kröfur, er bara prúð og góð - sæt og fín.

10.06.2009 00:17

Langfyrstur!

Nei, nei, ég var lang fyrstur að sigla inn í Landeyjarhöfn - í huganum (og alveg hundlaus).

07.06.2009 17:03

Deilumál

Við erum snillingar að koma okkur upp nýjum og nýjum deilumálum sem klýfur þjóðina í herðar niður. Ef það er ekki firningaleiðin þá er það Icesave-reikningarnir þar sem okkur er sagt að við skuldum kannski sex milljarða eða kannski sexhundruð milljarða eins og það skipti engu máli hvort er rétt. Ríkisstjórnin hamast við að ljúga að okkur og stjórnarandstaðan lýgur líka meira en hún mígur.

Svo er skautað létt yfir aðalmálið sem er að hópur glæpamanna sem réð nær öllu hér á landi um árabil með dyggri aðstoð kjörinna fulltrúa og embættisman. Auðvitað ætti að vera búið að handtaka þetta vatnsgreidda flibbapakk fyrir löngu og dæma.

En það er gamla sagan um bara einhvern Jón og svo hinn, hann séra Jón.

Í því sambandi dettur mér í hug þegar fyrir allnokkrum árum að ungur ógæfumaður réðst inn í bankaútibú í henni Reykjavík. Hann stökk yfir afgreiðsluborðið, náði að hrifsa eitthvert lítilræði af peningum úr skúffu gjaldkerans. Svo þegar maðurinn er að brölta til baka yfir borðið verður hann fyrir því óláni að missa niður um sig buxurnar í sömu andrá og laganna verðir renndu í hlað. Þessi aumingans einhver strákræfill var dæmdur samdægurs, - afgreiddur strax.

Þjóðníðingarnir hafa misst niður um sig buxurnar svo auðvelt ætti að vera ná traustu handtaki og snúa uppá, - láta þá emja dálítið. Sekt þeirra mikil og augljós sýnist manni. Snýst ekki bara um afkomu og velferð okkar núna, heldur fátækt og þrældóm næstu kynslóða um ókomna áratugi. Eða hvað? Stundum er raunar afar erfitt að átta sig á hvað raunverulega er að gerast. Leynd og ógegnsæi viðgengst áfram.

 Almenningur er dreginn, teygður og togaður í allar áttir á asna.......

 

06.06.2009 10:42

Ólíkt hafast menn að.

Mig langar að minnast á tvær heilsíðuaulýsingar tileinkaðar sjómönnum í Fréttablaðinu í dag. Önnur er frá tryggingafélagi og sýnir mjög næva klippimynd af einhvers konar afþreyingarstarfsemi út á sjó,
- lítilsvirðing við alvöru íslenska sjómennsku. Reyndar sést eitthvað sem líkist togara í bakgrunni.
Hönnuðurinn virðist ekki hafa neina tilfinningu eða sýn út fyrir 101-kvosina í Reykjavík.
Hin heilsíðuauglýsingin frá Landsbjörgu er aftur á móti að mínum dómi afar vel heppnuð. Þar er notuð ljósmynd sem er bæði sölt og svakaleg, sýnir raunverulega sjómennsku á sterkan hátt.
SJÓMENN! til hamingju með ykkar hátíðisdaga. 

02.06.2009 15:12

Nýtt í myndaalbúmi

Nokkrar "diggur" frá Flatey um Hvítasunnuna.
  • 1