Færslur: 2009 Júlí

31.07.2009 11:40

Svolítil blaðarýni

Ég ætla aðeins byrja að minnast á Þjóðhátíðarblaðið 2009 sem ég held sé óhætt að segja að er eitt allra glæsilegasta að þessu sinni. Frábærlega vel heppnuð sú ákvörðun ritstjórnar að legga áherslu á að vera með eingöngu myndir af fallegu fólki í blaðinu.emoticon 
Þegar Þroskahefti bræðrafélags VKB snaraðist inn um póstrifuna hjá mér, kom upp hjá mér minningin um Þjóðhátíðarblaður Hildibrands sem kom út fyrir nærri aldarfjórðungi. Bæði blöðin eiga ýmislegt sameiginlegt eins og að skarta metnaðarfullum forsíðum og svo þessi óskiljanlegi lókal-húmor sem er samt svo skiljanlegur og fyndinn. Í Þroskaheftinu er dásamlegt grínviðtalið um lundavandræðin. Auglýsingarnar eru hreint afbragð, t.d. fasteignasalan Heimaey, Toppurinn og Eyjabúð svo einhverjar séu nefndar. Alger snilld! Einnig má nefna Sjónvarpsvísir Fostersins, gömlu húsráðin, óráðin og svo lengi má telja. Vinir Ketils bónda eiga heiður skilinn fyrir framtakið.emoticon
Gleðilega Þjóðhátíð!

29.07.2009 19:03

Flogið yfir Bakkafjöru í dag

Nýtt myndaalbúm. Á myndunum sést glökkt hvað brimið á mánudagsmorguninn hefur leikið
brimvarnargarðana grátt þegar þær eru bornar saman við myndirnar í albúminu hér frá 19. þ.m.
Samt sem áður trúi ég að fullbúnir muni þessir garðar standast hvaða veður sem er.

28.07.2009 23:28

Meiri fróðleikur um Þjóðhátíð

Því hefur lengi verið haldið fram að Vestmanneyingar hafi haldið sína fyrstu þjóðhátíð í Herjólfsdal 1874 vegna þess að þeir hafi ekki komist upp á land vegna óveðurs til að vera á (aðal)þjóðhátíð á Þingvöllum. Þetta mun vera uppspuni og eða misskilningur. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum 1874 var
haldin 2. ágúst eins og víðar á stöðum út á landi en Þingvallahátíðin ekki fyrr en 5. - 7. ágúst.
Hér má geta þess að fram til 1924 stóð Þjóðhátíðin aðeins í einn dag en það ár var hún haldin í tvo daga, laugardag og sunnudag. Nú er hátíðin haldin í (fulla) þrjá daga.
Heimild: Árbók Ferðafélags Íslands 2009 birt með góðfúslegu leyfi G.Á.E.  

Ps. Þjóðhátíðin sem nú fer í hönd mun vera sú hundrasta og níunda (109) í röðinni frá upphafi. 


28.07.2009 11:20

110 Þjóðhátíðir?

Ég sé í FRÉTTUM að komin er upp deila hvað margar Þjóðhátíðir hafi verið haldnar.
Í þessi sambandi vil ég benda á að á nýútkomna Árbók FÍ 2009 sem fjallar um Vestmannaeyjar
er kafli um Þjóðhátíð Vm. Þar segir höf. Guðjón Ármann Eyjólfsson á bls. 157 að haldin hafi verið þjóðhátíð í Herjólfsdal 2. ágúst 1874. Svo á bls 158 má lesa eftirfarandi: "Síðan var ekki haldin Þjóðhátíð Vestmannaeyjum fyrr en svonefndur Þjóðminningardagur Vestmannaeyja var haldinn í Herjólfsdal 17. ágúst 1901. Eftir það hefur Þjóðhátíð verið haldin í Vestmannaeyjum á hverju sumri nema sumarið 1914 þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út."

27.07.2009 23:48

Ljótt að sjá!

Það kemur manni á óvart hvað í raun lítið brim stytti vestari brimvarnargarðinn mikið á stuttum tíma.

23.07.2009 23:14

Jethro Tull

Það fyllir mann notarlegri tilhlökkun að vera komin með miða á Tull.

21.07.2009 14:56

Þeir mega eiga það

Bindi fyrir útrásarvíkinga.

20.07.2009 17:51

MEISTARINN

Megas var góður að vanda í sjónvarpinu í gær.

19.07.2009 20:32

Framkvæmdagleði!

Staðan nú í kvöld við gerð Landeyjahafnar í Bakkafjöru.

18.07.2009 12:34

Ný myndaalbúm

Þrjú ný myndaalbúm frá Flatey.

17.07.2009 23:18

Í kvöldblíðunni

Vorum að koma með Herjólfi áðan - móttökurnar með stæl í blíðunni.

08.07.2009 19:59

Ja-hérna!

Þjófar ganga lausir - Ræningjar ganga lausir - Falsarar ganga lausir - Gráðugir .....ú(ó)lfar ganga lausir
- Davíð er Ragnar (Reykás) og Vilhjálmur varar við borgarastyrjöld á Íslandi.

05.07.2009 20:42

Komu, sáu og sigruðu.

Hljómsveitin TAKTAR komu saman eftir fjörutíu ára hlé (hljómsveitir hætta aldrei) ásamt aðstoðarmönnum. Þessi myndarpiltur á innfeldu myndinni er einn af stofnendum sveitarinnar en gat því miður ekki verið með að þessu sinni er trommuleikarinn Jón Bernódusson í Borgarhól.

03.07.2009 15:41

Myndir á Helgafelli

Frekar óvenjulegt skyggni á Helgafelli í morgun. Sýni ykkur nokkrar myndir í "Myndaalbúm".

02.07.2009 16:26

Glæsileg bók!

Ég keypti Árbók Ferðafélags Íslands 2009 (um Vestmannaeyjar) nú í vikunni. Ekki hef ég haft tíma til að lesa mikið af henni en flett og skoðað myndirnar sem margar hverjar eru hreint afbragð. Meiri hluti myndanna hafa ekki birst áður sem er mikill kostur. Teiknuðu kortin með örnefnum, fyrir löngu tímabær eru vel gerð og upplýsandi.
Ég vil óska Guðjóni Ármanni og öllum öðrum sem komu að þessu verki og bara okkur öllum til hamingju með þetta glæsilega rit. - Skyldueign.

  • 1