Færslur: 2009 Október

30.10.2009 12:10

Tónleikar

Ég minni ykkur á að HIPPABANDIÐ verður með tónleika annað kvöld í Akóges.
Hlustaði á geniralprufuna og get lofað þrumutónleikum. Koma svo!

28.10.2009 20:09

Ráð-herrar?

Hafa Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson verið kosnir í almennum kosningum til þess
að ráða svo að segja öllu á Íslandi?
Á meðfylgjandi mynd ræðir Gylfi við Gylfa um næstu skref í ná algerum völdum.


26.10.2009 11:36

Úrþvætti

Fyrir nokkrum árum (fyrir hrun) kom fyrir að illa uppalin blaðamannskvikindi í útlöndum voru að íja að og oft að fullyrða að í bönkum á Íslandi væri stundað peningaþvætti í stórum stíl. Þessu trúðum við auðvitað ekki upp á okkar framsæknu bankamenn og útrásarsnillinga. Þeir væru ekki að standa í einhverjum óþrifaverkum og á sama tíma leggja undir sig heiminn með fáheyrðum glæsibrag. Nei, það var útilokað. Bara ekki að ansa svona lygum sprottnum af illgirni og öfund.

 Nú er í fréttum að sterkur grunur sé um peningaþvætti hafi í raun og verið stundað hér í bönkunum. Erum við ekki núna tilbúin trúa hverju sem er upp á einkaþotufljúandi útrásar(skíta)pakkið. Þeim munar varla um að bæta þessu á sig ofan á alla hina glæpina.


23.10.2009 16:57

Merkisafmæli

Til hamingju! Hún á afmæli í dag! Hún er fjörutíu ára í dag platan Led Zeppelin II

21.10.2009 19:48

Þar kom skýringin

Já, loks er komin skýringin af hverju hrapaleg mistök hafa hafa verið gerð aftur og aftur í
skipulagsmálum hér í Vestmannaeyjum á undanförnum árum og áratugum.
Það er nefnilega komið í ljós að það telst til mannkosta ef skipulagsnefndarmenn 
eru glámskyggnir.

Íslensk orðabók Árna Böðvarssonar segir um orðið glámskyggn:
sjóndapur, sjóndaufur, sem sér ofsjónir eða missýnist, óglöggur, skammsýnn.

21.10.2009 14:39

Á SUMUM SVIÐUM

.....leynist jafnvel bros...

19.10.2009 11:20

JOHNNY

staðgreiddur - cash

15.10.2009 12:03

Gamlar ljósmyndir

Í miðopnu FRÉTTA í dag eru bjartsýn og jákvæð viðtöl við Elliða bæjarstjóra og Unni Brá fyrrum sveitarstjóra í Rangárþingi eystra um hugmyndir, tækifæri og framtíðarsýnir með tilkomu og opnun Landeyjarhafnar næsta sumar. Gott mál. En ég geri athugasemdir við myndirnar af framkvæmdunum í Bakkafjöru sem fylgja viðtölunum. Það eru reyndar ekki myndirnar í sjálfum sér er að finna að, fínar myndir hjá Óskari Pétri.
Það er aldur myndanna sem ég gagnrýni, þær eru teknar í júlí s.l. Margir sem ekki hafa fylgst mikið með halda að myndirnar séu nýlegar sem ýtir undir úrtölu neikvæðnisraddir sem segja "garðarnir eru bara örmjóar spóalappir þarna út frá ströndinni, - þetta hlýtur að fara illa".
Síðan myndirnar voru teknar hafa brimvarnargarðarnir breikkað tvö til fjórfalt og hækkað meira en tvöfalt yfir sjávarmál. 

14.10.2009 16:57

Um "sláttuvélar"

Það var bráðskemmtileg fréttin í gær um hugmyndir ráðamanna á Ísafirði að beita sauðfé á opin svæði og hringtorg í bænum. Ég vil endilega þetta verði skoðað hér Eyjum. Það gæti verið verulegt gagn og gaman af því hafa tvær eða þrjár lambær á Stakkagerðistúninu yfir sumarið. Féð gæti svo slæðst inn á lóðir og garða í bænum, - ekki veitir nú af sumstaðar. Ekki hefði ég á móti því að ein og ein kind ráfaði svona dag og dag inn á mína lóð og dveldi þar dagstund og sparaði mér fyrirhöfnina við sláttinn.

12.10.2009 22:36

Höfum ekkert lært

Þessa dagana er sífellt algengara að heyra í fréttatímum og sjá í blaðagreinum og bloggskrifum fólks að talað er um t.d. einræði, alræði, hótanir, hatursáróður, ofsóknir, svikráð og jafnvel landráð.Eftirfarandi grein er ég búin að eiga handskrifaða í tuttugu ár eða meira. Því miður hefur mig láðst að skrifa nafn höfundar. Þrátt fyrir það ætla ég að taka mér það bessaleyfi að birta greinina hér.

 

"Galdrafarganið á 16. og 17. öld vekur hrylling og meðaumkun með mönnum nú á dögum í þeim heimshlutum sem eru meira og minna mótaðir af upplýsingu 18. aldar.

Þó eru mörg svæði heimsins á svipuðu stigi varðandi galdrakukl og var í Evrópu á 17. öld. Þótt galdrakuklið sé horfið  sem andleg plága í Evrópu, þá gengur mönnum seint að koma fyrir þeim grýlum og djöflum sem skýtur stundum upp úr myrkviðum undirvitundinnar, öðru vísi en með því að koma þeim yfir á þá sem þeir telja sér og heimsskoðun sinni andsnúna.

Því er einlægt þörf fyrir eitthvert tákn andstæðunnar við það sem ríkjandi öfl samfélagsins telja sannleik og ágæti. Tákn andstæðunnar getur tekið á sig hinar margvíslegustu myndir sem eru samfélaginu kærkomnir blórabögglar.

Voldugustu öfl hvers samfélags geta ráðið miklu um hvaða hópur er valin sem tákn andstæðunnar við ríkjandi skoðanir og hefðir, með áróðri nútíma fjölmiðlunar.

Stundum verða gyðingar fyrir valinu, stundum verða negrar tákn alls þess sem neikvæðast þykir að ríkjandi mati, stundum eru búnar til pólitískar grýlur.

Það má kenna þessum grýlum um lest það sem aflaga fer í samfélaginu og jafnvel í einkalífinu og þær verða mjög hentugar til þess að ota fólki enn meir til fylgis við ríkandi öfl eða sterka hagsmunahópa. Því magnaðari sem áróðurinn er því meiri óttinn, tortryggnin og hatrið. Menn verða "fullir af djöfli", sem þeir sjá gjarnan í náunga sínum, mynd grýlunnar.

Öfl undirdjúpanna ná valdi á meðvitundinni og öll eðlileg hlutföll raskast. Raunsæisskynið bjagast og ofstækisrjátlið mótar allt mat og gerðir.

Grýlur nútímans eiga sér sömu forsemdur í ótta, ofstæki og forheimskun eins og fyrrum þegar menn trúðu á nornir og seiðskratta."

10.10.2009 13:57

Lognið í Eyjum

Ósköp var lognið hér í Eyjum eitthvað stressað í gærmorgun

Ath. myndirnar eru rammar úr myndbandi.

06.10.2009 13:45

Tvær greinar

Ný frétt!
Íslenski flugherinn gerði snemma í morgun afar harðar loftárásir á margar borgir í Bretlandi og Hollandi. Talið er að mikið af óbreyttum glæpalýð þessara landa hafi farist..............

...Nei, hérna -  ég ætlaði nú aðeins að benda ykkur á athyglisverða grein inn á vefsíðunni:

http://silfuregils.eyjan.is/2009/10/06/allt-utlendingum-ad-kenna/

Greinin er reyndar undir dulnefni sem er galli. Engu að síður tel ég greinina vera skildulesningu.

Önnur góð grein er inn á vefsíðunni: