Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 11:53

Höfnin

Vestmannaeyjahöfn er mikið mannvirki, vettvangur athafna og umsvifa. Nýtt í myndaalbúmi.
Elstu myndirnar eru frá árinu 1966, nýjustu frá 2009 alls um 220 myndir.

28.11.2009 20:12

Gegnumbrot

Það er full ástæða að óska íbúum Bolungavíkur til hamingju með áfangann í dag.

26.11.2009 22:19

Byggingakranar segja frá


Dubai að hrynja?

Prófessor Robert Z. Aliber kom til Íslands meðan allt lék í lyndi og spáði kreppu. Hann byggði það á byggingakrönunum sem hann sá alls staðar. Sagði að þeir væru alltof margir.

Margir blésu á þetta, töluðu um að þetta væri ekkert að marka þennan karl.

En Aliber er gamall og reyndur karl og vissi hvað hann söng. Hann sagði að íslensku bankarnir væru dauðadæmdir löngu fyrir hrun, þeir hefðu breyst í vogunarsjóði.

Annar staður á jörðinni þar sem byggingakranar hafa gnæft við loft er Dubai. Þar hefur ekki verið neitt lát á vexti undanfarin ár. Þeir hafa meira að segja byggt sér Babelsturn, hæsta hús í heimi sem má hækka ef einhver annar ætlar að byggja hærra.

Nú er sagt að ævintýrið þar sé úti og hagkerfið að hruni komið. Eyjaklasarnir sem voru byggðir undan ströndum Dubai fyrir ríka fólkið eru hvorki fallegir né skemmtilegir og borgin sjálf hálf óhugnanleg.

Og þá er spurning hvaða áhrif það hefur á veiklað fjármálakerfi heimsins ef Dubai hrynur? (tekið af silfuregils.is)


Þessa mynd tók ég í mars 2005 í Hafnarfirði.

24.11.2009 21:18

Mynd úr fjöruferð

Best að stein-halda kjafti og bara brosa.

23.11.2009 07:40

Hænsni

 Sumir að halda því fram núna í öllum vandræðaganginum, skorti okkur íslendinga  skíra og sterka forystu og leiðsögn. 
Ég veit það nú ekki...?
Aftur á móti er ég eiginlega sannmála því sem Steinar Sigurjónsson sagði á sínum tíma í bók sinni "Blandað í svartan dauðann" að íslendingar eru hænsn.

20.11.2009 21:06

Nýr banki

Nýtt nafn á banka sem hljómar eins og þvottaefni. Ja, ekki veitir af þrifnaðinum.

20.11.2009 20:15

Um sorp

Var að lesa að fyrirhugað er að flytja allt brotajárn héðan af eyjunni. Flestir ættu að vera sáttir við það.
Aðrar fréttir herma að áformað sé stofnun svokallaðs eldfjallagarðs á Reykjanesi. Virðist gott mál.
Hér í Vestmannaeyjum er aftur á móti kappkostað að slétta rækilega út allt eldfjallalandslag með sorpi.
Er ekki komin tími til að ræða í alvöru um að flytja allt sorp héðan af eyjunni?


18.11.2009 16:32

Tekið úr lás.

Í albúmi hér sem heitir "Heilsuvernd sjómanna" eru teikningar sem ég gerði í samnefnda bók sem er fyrir löngu komin út. Þess vegna er ástæðulaust hafa teikningarnar læstar inni eins og þær hafa verið.

17.11.2009 17:31

Spillingin lifir

Það var auðvitað ljóst frá upphafi að skýrsla frá rannsóknarnefnd þingsins vegna bankahrunsins mun aldrei koma fyrir almenningsjónir. Ég hef trúað því lengi að skýrslan verði kæfð í fæðingu með orðhengilshætti og hártogunum út og suður. Nú er Alþingi búið að ákveða mun fljótvirkari aðferð. Það er að kjósa níu manna nefnd til þess að meta hvað á að fara í pappírstætarana strax og hvað á að skoða eitthvað nánar og fara í tætarana seinna. - Já, það verður engu logið upp á þetta fólk.    

16.11.2009 22:05

Um gamla frétt

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá ykkur sem  hafið heimsótt þessa síðu mína að ég hef mikinn áhuga á hafnarframkvæmdunum í Bakkafjöru og öllu því máli.

Ég er einn af þeim sem trúi að tilkoma Landeyjahafnar muni hafa jákvæð áhrif á flestum sviðum hér s.s. búsetu og atvinnulíf ekki síst ferðaþjónustuna einnig hjá nágrönnum okkar upp á landi.

Alveg fram á síðustu daga og vikur hefur maður hitt fólk hér í Eyjum sem lítið sem ekkert hefur fylgst með þessu máli og  jafnvel trúir ekki að þessi miklu tímamót séu að bresta á eftir örfáa mánuði. Ég er svolítið hræddur um að við verðum verr undirbúin undir breytingarnar en þyrfti að vera ef málið væri betur kynnt.

Mér finnst miðlar hér ekki hafa staðið sig sérlega vel í að færa okkur fréttir um framgang mála, ekki bara um framkvæmdirnar sjálfar líka um  mörg önnur mál sem tengjast þessum nýja veruleika sem tilkoma ferjuhafnar í Bakkafjöru verður.

Dæmi um þetta er frá því í morgun þegar frétt birtist á eyjar.net um fund stýrihóps sem undirbýr þær breytingar sem verða með tilkomu Landeyjahafnar.

Þessi fundur var haldinn fyrir hálfum mánuði en fyrst verið að segja frá honum núna.

Svo er það sem ég hef gagnrýnt áður hér, að fréttinni fylgdi margra mánaða gömul ljósmynd sem  ber vott um nokkuð metnaðarleysi í miðlunum hér. 

  

12.11.2009 21:45

Arfleið útrásarinnar

(Stolið og stælt af vefsíðuni Silfur Egils)

10.11.2009 07:22

Nýjar Bakkafjörumyndir

Nokkrar nýjar myndir í albúmi.

09.11.2009 21:40

Um (að) minka stofninn

Í fréttatímum er sagt frá að minkar í minkabúum séu að drepast úr bráðsmitandi veiki - er það ekki bara ágætt.
Nei, án gríns er ekki hægt að koma pestinni yfir í villtu kvikindin - minnka stofninn ha?