Færslur: 2009 Desember

29.12.2009 13:13

Dagatal 2010

Dagatalið mitt og Pr. Eyrúnar fyrir árið 2010 er komið út.

21.12.2009 08:38

Tónleikar í gær

Bravó, bravó fyrir Mandal. Eintaklega ljúf stund í Safnaðarheimilinu í gær. Tónlistarfluttningur í heimsklassa. Takk kærlega fyrir mig.
 

19.12.2009 21:32

Eva áritar bók

Eva Joly var að mínum dómi aðalstjarnan í sjónvarpsfréttunum í kvöld - í senn móðurleg og lögguleg.

16.12.2009 13:51

Við Reykjavíkurhöfn

Það hafa þó nokkrir haft gaman að skoða myndasafnið mitt hérna frá Vestmannaeyjahöfn.
Það er líka ýmislegt áhugavert við höfnina í Reykjavík ens og myndin sýnir. Kannski ætti ég líka að setja upp möppu með myndum af Reykjavíkurhöfn.
 

14.12.2009 19:00

Uggvænlegt!

Það eru fleiri uggar en á Herjólfi - mörg síli í þjóðfélaginu sem þykjast vera annað en þau eru.

13.12.2009 11:59

Þjófur að nóttu.

Það er ekki undur þó að einhver þjófa-kvikindi hafi brotist inn í Applebúðina í nótt og stolið nokkrum
dýrum tölvum. Það vita allir að Mac-tölvur eru ígildi gulls og gimsteina.
Makkinn á myndinni er reyndar svolítið svona extra 2007 módel.

07.12.2009 14:30

Svolítið að monta mig

Ein af þeim vefsíðum sem ég fer inná nær daglega er marinetraffic.com . Þar er auðvelt að gleyma sér við skipamynda-gallerýið sem er geysilega stórt safn. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári setti ég þar inn nokkrar skipamyndir, aðallega af skemmtiferðaskipum. Eitthvað virðist nú erfitt að finna allar þessar myndir en þó fann ég strax núna áðan þrjár af þessum myndum mínum. Það kom mér skemmtilega á óvart að þessar myndir hafa fengið fimm stjörnur (excellent) í einkun.


06.12.2009 20:42

Flug eða ekki flug - það er efinn

Í fréttamiðlum og spjalli fólks er ótti um að með tilkomu Landeyjahafnar muni flug hingað til Eyja minnka mikið, jafnvel leggast alveg af. Ég held að þetta sé ástæðulaust að hafa áhyggjur af þessu,þvert á móti vegna fjölgunar ferðamanna muni eftirspurn aukast á öllum sviðum ferðamáta.

Ég held frekar að það sé ýmislegt annað varðandi mikla fjölgun gesta hér sem við þurfum að hyggja að og gera ráðstafanir í tíma. Má þar nefna t.d. gott og mikið framboð á veitingum, frambærilegt úrval minjagripa, merkingar í umhverfinu t.d. nothæfar merkingar gönguleiða og almennilega girðingastiga.

Það þarf líka að huga að umferðamálum í tengslum við ýmis konar mót og hátíðir. Og svo má lengi telja.


03.12.2009 00:05

V-hæli

Ég datt óvart inn rásina frá Alþingi núna áðan og horfði í smá stund á þessi ótrúlegu ósköp sem þarna fer fram. Sá ekki betur þarna væri allt fullorðið fólk að minnsta kosti í útliti. Ég bara hreinlega vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta.

  • 1