Færslur: 2010 Janúar

30.01.2010 22:52

Skýin

Oft dálítið skemmtilegar svona myndir, - tók þessa hérna úti á stétt í gær.

28.01.2010 06:59

Fyrsti dagur

Í dag koma formlega út (fyrsti dagur) fyrstu 2 af 6 sela-frímerkjum sem ég mun hanna.
S.s. merkisdagur fyrir mig.

27.01.2010 14:35

Þrautseigja!

Svo virðist að íslenska þjóðin ætli að láta sig hafa það að komast í gegnum daginn án handbolta.

23.01.2010 10:15

Af tilefni dagsins.

Hér koma tvær ljósmyndir sem ég tók um miðjan febrúar 1973 á Heiðarveginum. Önnur tekin bak við nr. 57, þar sér til húsa á Boðaslóðinni og hin er tekin ca. fyrir framan nr. 56.

20.01.2010 14:23

Þá var það svo

Núna á dögunum rakst ég á mann sem ég er svona rétt málkunnugur og hitti sjaldan.

Talið barst að þessum miklu tímamótum sem framundan eru í samgöngumálum okkar. Viðmælandinn sagðist eiginlega ekkert vita um það mál eða þóttist ekkert vita..?, virtist hafa nokkrar ranghugmyndir um t.d. siglinartímann milli Eyja og Landeyja-hafnar. Ég sagði honum að það mætti gera ráð fyrir að tíminn frá bryggju til bryggju yrði svona þrjátíu og fimm mín. plús / minus, þar af um tuttugu mín. á rúmsjó.

"Nú ekki meira, það  bara tekur því varla að fara út úr bílnum á leiðinni" sagði maðurinn.

Eftir þetta spjall rifjaðist upp fyrir mér að ég ætti dálítið merkilega ljósmynd frá árinu 1975 sem ég tók um borð í Herjólfi (svarta) á blíðusiglingu í Faxasundi. Skódinn sjóklár á dekkinu og frúin sitjandi í honum með prjónana sína. Og  þarna sat hún í bílnum alla leiðina að bryggju í Þorlákshöfn. Það má geta þess til gamans að á þessum árum gekk yfir landið mikið prjónaæði eins og nú gengur.

Það er líka athyglisvert á myndinni að pláss er fyrir fleiri bíla á dekkinu þrátt fyrir að þessi ferð var farin í ágúst fljótlega eftir Þjóðhátíð þegar traffíkin er hvað mest nú á tímum. Segir okkur nokkuð um miklar þjófélagsbreytingar á um aldarþriðjungi.


17.01.2010 20:16

Ææmálið

Orðið ÞJÓARATKVÆÐAGREIÐSLA hefur í mínum huga  alltaf haft einhvern ljóma og lýðræðislegan tón sem ég er nú dálítið hræddur um að muni útvatnast og dofna  ef af fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um æælögin verður.

Ég held að það sé sama hvort jáið eða neiið verði ofaná í þjóðaratkvæðagreiðslunni, að við munum vakna morguninn eftir með tómleikatilfinningu og einhvern veginn engu nær um hvað taki við. Ég á við m.ö.o. að ææmálið sé flókið,- engar hreinar línur og henti illa til að leggja í dóm þjóðarinnar. Mig grunar að það komi í ljós fyrr eða síðar að vísa málinu í þennan farveg hafi verið óttalegur barnaskapur.


14.01.2010 21:17

Gömul ljósmynd

Núna var ég að gramsa í gömlum kössum og rakst á þessa gömlu mynd frá 1975 eða ´76.
Þarna er eitthvað af kunnuglegum andlitum sem einhver ykkar hefðu kannski gaman að rýna í. 
Eins og þið sjáið er myndin tekin þar sem núna er Geisli og ætti því að vera í albúminu
"Byggt í miðbænum" þar sem ég hef líka sett inn myndir sem sýna miðbæinn áður en þessar stóru
framkvæmdir hófust.

11.01.2010 11:15

Vísa dagsins

Af tilefni pólitískrar umræðu sem gengið hefur undan farna daga.

08.01.2010 12:24

Um delinkvent

Nú berast fréttir af því að Sigurjón "tær snilld" Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sé kominn heim til Íslands úr fríi erlendis. En það er alveg sama hvað maður leitar í fréttaskeytum,
ekkert er um að Sigurjón hafi verið handtekinn sem ég tel vera eitt af aðalatriðum icesave-málsins.

Frá mínu síðasta bloggi hef ég ekki skipt um skoðun um forseta vorn. Best sé að hann verði áfram
í útlöndum sem lengst. Þar getur hann talað og talað - e.t.v. eitthvað gagn í því.

05.01.2010 20:41

Vert´úti!

Er ekki rétt að benda forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni á að best sé að hann komi ekki aftur heim frá útlöndum. -  Þetta segi ég nú bara af umhyggju fyrir honum.

02.01.2010 11:34

Nýtt myndaalbúm

Gömlu slipparnir voru alltaf fullir af áhugaverðu myndefni sem nú eru líka heimildir um horfinn heim.
 
  • 1