Færslur: 2010 Febrúar

25.02.2010 16:17

Eitthvað verið að misskilja

Fyrir nokkrum árum kom upp einhver staðar í kerfinu hugmynd um að íslenska þjóðin gæfi Björk Guðmundsdóttur eyju. Mun Elliðaey á Breiðafirði helst verið nefnd í því sambandi.
 

20.02.2010 17:35

Mikil framför

Loksins kom skiljanlegur texti í frétt um loðnuveiðar. Takk fyrir það.

19.02.2010 15:03

Drangshlíðar hvað?

Og menn halda áfram að rugla og bulla um staðsetningu loðnuskipa á vísir.is

19.02.2010 07:30

Hvað er að gerast?

Hva..!...?  nefndin bara komin heim frá London......

15.02.2010 21:10

Hörkutól

Enn og aftur, og aftur, og aftur er búið að senda út nefnd sem á að reyna að leysa icesave-deiluna (lönguvitleysu). Ýmsir hafa haldið því fram að það sé tilgangslaust nota í þetta einhverja sendiherra og svoleiðis dipló kurteisishjalendur. Það þurfi að vera hörkutól.

Í bókinni "ORÐABÓK ANDSKOTANS" eftir Ambrose Bierce sem kom út árið 2000 í íslenskri þýðingu Hallbergs Hallmundssonar er á bls. 94 útskýring á orðinu  "skotvopn h,  lokadómari í milliríkjadeilum. Fyrr á öldum voru slíkar deilur útkljáðar á fundi deiluaðila með hverjum þeim einföldu forsemdum sem frumstæð rökfræði þeirra tíma gat fram borið - sverði, spjóti og svo framvegis. En með vaxandi kænsku í hernaðarlist varð skotvopnið æ vinsælla og er nú í hávegum haft jafnvel meðal hinna hugrökkustu. Versti ókostur þess er að það krefst persónulegrar nærveru þegar hleypt er af."

Hér má svo bæta við að í fyrrnefndri bók á sömu blaðsíðu er útskýring á orðinu "skuld kv, snilldarlegur staðgengill keðju og svipu þrælahaldarans.


15.02.2010 14:24

Fyrstadagsumslög

Ég var að setja hér í albúm myndir af öllum fyrstadagsumslögunum sem eru með mínum myndum.
Einnig setti ég inn dálítið af frumskyssum og tillögum sem ekki voru allar notaðar til útgáfu.
Í viðtalinu við mig í Fréttum um daginn fór frásögnin um þessi umslög einhvern veginn þannig að fólk hefur ekki skilið fyllilega eða misskilið um hvað málið snérist.
Ég byrjaði að "skreyta" umslögin árið 2002 og fram á þennan dag, fá núna seinni árin.
Umslögin eru í allt 61 og skiptast í 21 tölvugerðar myndir, 15 vatnslitamyndir, 12 pennateikningar, 8 blýantsteikningar og 5 gerðar með blandaðri tækni. 

11.02.2010 23:11

Gamli Draumbær

Þessa mynd tók ég skömmu eftir 1980 af húsinu Draumbæ ásamt útihúsum í forgrunni. Þetta var í þá daga þegar myndefnin voru svo að segja við hvert fótmál. Nú er öldin önnur. Allt umhverfið á að vera vandlega útsléttað, dauðhreinsað og steingelt í nafni snyrtimennsku ljótleikanns.

 

09.02.2010 11:40

Hvað er að þessu fólki?

Urðu stórkostlegar náttúruhamfarir í Rangárvallasýslu núna síðast liðna nótt, ha? Eru Rangárnar báðar sú ytri og eystri búnar að ryðja sig til sjávar, komnar með ósa báðar? Ég held varla. Meira að segja sá reyndi og góði fréttamaður Gissur Sigurðsson á Bylgunni "étur" þetta bull upp án þess að hiksta.

  • 1