Færslur: 2010 Apríl

30.04.2010 14:40

Stóru fiskarnir

Ég hef nú ekki kynnt mér nema brot af metsölu-rannsóknarskýrslu Alþingis, aðallega í gegnum fréttir og fréttaskýringar. Þegar maður hlustar á þessi ótrúlegu ósköp, á köflum lygilegri en nokkuð sem frjóustu skáld- og lygasagnahöfundar hafa látið sér detta í hug, þá hefur mér verið hugsað til grafteikningar eftir snillinginn Pieter Bruegel (1525-1569) um stóru fiskana sem éta litlu fiskana o.s.f.


27.04.2010 20:28

Askan og flugið

Það er hægt að velta fyrir sér í ljósi þess hvað óskapa áhrif gosið í Eyjafjallajökli hefur haft á flugsamgöngur í hálfan mánuð, hvað gerast muni ef einhver staðar í heiminum hæfist risa öskugos t.d. líkt og í eldfjallinu Pinatubo á Luzoneyju á Filippseyjum sumarið 1991. Maður hugsar um þetta út frá því hvað svona mikil röskun á flugi er nýtt fyrirbæri í sögunni. Það er talað um að þetta snúist f.o.f. þotuhreyfla, en þeir eru ekki alveg nýir af nálinni. (Hér passar kannski ágætlega rifja upp að fyrsta farþegaþota í eigu íslendinga Boeing 727 Gullfaxi kom til landsins um svipað leiti gos hætti endanlega í Surtsey í byrjun júní 1967). Surtseyjargosin fjögur byrjuðu flest með mikilli öskuframleiðslu. 
Á þessum árum voru staðsettar fjöldi orrustuþotna F-102 Delta Dagger á Keflavíkurflugvelli.
Í mínu minni voru þessar þotur alltaf á stöðugum þeytingi alla daga án þess að gosaska væru þeim til trafala. Allavega heyrði ég aldrei talað um það.


25.04.2010 14:49

Njörður P. Njarðvík

...var í Silfrinu hjá Agli í dag. Mikið vildi ég óska að sem flestir ráðamenn þjóðarinnar hlustuðu og tæku mark á þeim djúpvitra manni Nirði P. Njarðvík.

23.04.2010 13:06

Skipulagsslys!

Mér sýnist enn eitt skipulagsslysið vera í uppsiglingu. Að þessu sinni inní Herjólfsdal. Þarna er komin löng röð steinhnullunga meðfram veginum inn að brunni. Himinhrópandi ljótleiki. Ég get ekki ímyndað mér annað en fókið sem þarna ræður sé á einhverjum göróttum lyfjum.
Ég er ekki endilega sammála ýmsum sem telja að þarna sé verið að fremja meiriháttar náttúruspjöll að óþörfu.
Ég skil vel þörfina fyrir stærra svæði fyrir hvítu tjöldin og ýmsar aðrar endurbætur. Ekki fleiri orð um þetta núna en læt fylgja hér með kort af svæðinu þar sem fram kemur mín hugmynd um hvernig megi leysa málið. Það er ekki of seint breyta til bóta. Stórgrýtið er svo betur fyrirkomið annar staðar. - Takk fyrir það.

22.04.2010 08:45

Svolítið beygt beygt

Hér er eldfjall, um eldfjall, frá eldfjalli til eldfjalls.
Eða: Hér er Helgafell, um Eldfell, frá Bjarnarey til Eyjafjallajökuls.

Gleðilegt sumar!

21.04.2010 15:54

Meinleg fyrirsögn

Sagt er að eitthvað af fólki hafi viljað yfirgefa Vestmannaeyjar eftir að hafa lesið klaufalega FRÉTTA-fyrirsögn í gær.

20.04.2010 07:24

Meira um skrýtin ský.

Þessi gervihnattamynd er tekin kl.13:45 í gær. Lengst til vinstri sést sérkennilegt skýjafar sem er líklega skýringin á skrýtu skýjunum sem ég setti mynd af hér inn hér í gærkvöldi.
Ekki kann ég að útskýra þetta nánar.

19.04.2010 18:28

Sérkennilegt skýjafar.

Ekki er gott að átta sig á hvort þetta skýjafar tengist gosinu, en gulbrúni liturunn er dálítið dularfullur. Takið eftir sólinni ofarlega á myndinni.

19.04.2010 14:35

Vinsamleg tilmæli.

...til borgarstjórnar Reykjavíkur. LÁTIÐ HRAFN GUNNLAUGSSON Í FRIÐI, takk fyrir það.

18.04.2010 17:37

Mikil heppni.

Fyrir nokkrum misserum var fjármálaráðherra á Íslandi sem var menntaður dýralæknir. Ekki er hægt að finna þess merki að sú menntun og reynsla ráðherrans hafi komið að notum þrátt fyrir allan þann dýrslega skepnuskap í fjármálalífi þjóðarinnar á þeim tíma.

 Aftur á móti vaða nú uppi eldgos sem aldrei fyrr og þá vill svo heppilega til að fjármálaráðherrann er menntaður jarðfræðingur. Það hlýtur að muna öllu.


17.04.2010 14:56

Gæðingur 46 ára

Ford Mustang er 46 ára í dag - til hamingju!

15.04.2010 16:18

Gott hjá FRÉTTUM!

Mér finnst blaðið Féttir heiður skilið fyrir að birta núna frétt sem ber yfirskriftina

"EKIÐ UTANVEGA Á FRIÐUÐU LANDI", tekin af vef Náttúrustofu Suðurlands www.nattsud.is

Ég man ekki eftir umfjöllun um þessi málefni í blaðinu áður. Hefur varla mátt ræða um umhverfis- og náttúruvernd af nokkru viti svona almennt. Gífuryrði og kjaftháttur þótt við hæfi. "Kommónistaáróður náttúruverndarkvikinda" hefur t.d. verið vinsæll frasi.

Á síðustu árum hafa nýir og ferskir vindar blásið um umhverfispólitíkina á Íslandi. Kannski er eitthvað að berast af því til okkar hér í Eyjum þegar kular á norðan.

Takk fyrir það.


14.04.2010 14:31

Nú er það alvara!

Þessa mynd tók ég hérna á Bröttugötunni á myndbandstökuvél.

13.04.2010 14:35

Gramsað í gömlum filmum

Þessa mynd tók ég sumarið 1985 á Ísafirði. Þarna eru fjórir eldri góðborgarar og með þeim á myndinni í góðu spjalli tveir eyjapeyjar, Heiðar Egilsson og Arnþór Sigurðsson (Addi Yellow).
Gaman væri ef einhver staðkunnugur gæti upplýst okkur um nöfn eldri mannanna fjögra.