Færslur: 2010 Júní

29.06.2010 21:45

Aukin ferðagleði.

Það er meira en líklegt að við eyjafólkið munum ferðast meira um landið eftir að Herjólfur byrjar að sigla í Landeyjarhöfn eftir liðlega þrjár vikur.

12.06.2010 11:51

Mikil vonbrigði

Það litla sem ég horfi á sjónvarp er eiginlega lítið annað en fréttir og Kastljós á Rúv. Til skamms tíma hélt ég og vonaði að þetta svokallaða háemm yrði eingöngu á Stöð2. Þar eru sportrásir, jafnvel tvær frekar en ein. Sú von brást í gær og það sem verra er að þessi ófögnuður verður linnulaus, - mér er sagt í heilan mánuð. Skelfilegt.


04.06.2010 19:07

Á þakinu

Nýr meirihluti í Reykjavíkurborg byrjar þar sem Bítlarnir hættu á sínum tíma,.....uppi á þaki.

03.06.2010 16:31

Um æðri öfl

Það var einkum á fyrstu dögum eldgosins í Eyjafjallajökli þegar flugsamgöngur voruallar í molum að pirrað fólk víða um heim hafði alls kyns skýringar á þessum ósköpum. Pólitísk hryðjuverk illra afla gjarnan nefnd en oftast einhvers konar afskipti refsiglaðra æðri máttarvalda, reiði og hefndarþorsti himnafeðra vegna þess að græðgi og syndir fólksins voru komnar út fyrir allt velsæmi. - Hvað veit maður svo sem?

 Í byrjun júní 1973 sagði Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði í viðtali við danskadagblaðið Berlinske Tidende: "Eldgosið á Heimaey dundi yfir þegar hróflað var við hrauninu vegna flugvallargerðar við rætur hins gamla "heilaga fjalls" Helgafells. Fyrir þetta jarðrask helgidómsins var refsað með eldgosinu. Takið eftir: Gosið hefur verið í rénum síðan 16. maí, þann dag sem íslensk yfirvöld viðurkenndu Ásatrúna." Það er nú það.

Af framansögðu má segja sem svo að ef bæjaryfirvöld hér í Eyjum hefðu druslast til að efna margsvikið kosningaloforð um að loka sárinu sem ennþá gapir sunnan í Helgafelli, þá hefði engin aska fallið hér yfir Heimaey um daginn.


  • 1