Færslur: 2010 Október

31.10.2010 15:52

Úr Silfri Egils

Ég horfði á tvö viðtöl í Silfrinu í dag. Það fyrra var við Njörð P. Njarðvík sem er hættur að koma mér á óvart en málflutningur hans heldur áfram að heilla mann upp úr skónum, - einstakur maður. 
Sá franski Michel Rocard náði að halda athygli minni allt seinna viðtalið, ungur og ferskur á níræðisaldri.

24.10.2010 11:12

Villandi fyrirsögn.

Oft er hvimleitt að sjá þegar orðalag fyrirsagnar í frétt stangast á við fréttina sjálfa. Dæmi er sem hér fylgir mynd af. Fólk sem ekki þekkir til og les bara fyrirsögnina, dregur þær ályktun að Landeyjahöfn
sé full af ösku og sandi sem ekki er rétt. Fréttin sjálf sem margir lesa ekki er hinsvegar í meginatriðum rétt.
 

21.10.2010 07:25

Bullið í doktornum

Sorglegt dæmi um illa gerða fréttaskýringu um Landeyjahöfn í Kastljósinu í gærkvöldi.
Að vísu var Gísli Viggósson upplýsandi, jákvæður og hressandi að vanda.
Aftur á móti var að mínum dómi bullið og ruglið í Páli Imsland yfirgengilegt. Mér skilst að hann sé jarðfræðingur og doktor í sinni fræðigrein í þokkabót. Asni verður ekki hestur þó lagður sé á hann gullsöðull.
Ég vona að Gísli svari og leiðrétti þetta dæmalausa þvaður í Páli þó það sé varla svaravert.

20.10.2010 20:20

Sauðfjársókning

Ég fékk að skreppa með suður að Álsey í dag þar sem Gunnar bóndi var að smala með vösku liði sínu og flytja hluta af sínum búpeningi í land.
Alltaf get ég dáðst að þessum mönnum sem nenna að standa í öllu þessu stússi, erfiði og fyrirhöfn sem fylgir þessari blöndu af alvöru búskap og tómstundaiðju.
Vonandi að nýjar kynslóðir fylli í skörðin í framtíðinni og viðhaldi þessari tegund af útivist og ánægju með bros á vör eins og maður varð vitni af í dag. Takk fyrir mig og sjá myndir í albúmi.
 

19.10.2010 17:47

Blessaður jökullinn

"Þar sem jökullinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt,

en jörðin fær hlutdeild í himninum,

þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg,

þar ríkir fegurðin ein, ofar annari kröfu". (HKL. úr Heimsljósi)


15.10.2010 21:26

Kraftaverk!

Kristur kom óvænt fram í Kastljósi í kvöld.

15.10.2010 15:45

Regnbogi

.... Alltaf sígilt myndefni.

08.10.2010 12:11

Hetja!

Liu Xiaobo fær friðarverðlaun Nobels. Óskandi væri að Norðurlöndin öll næðu nú að sameinast um þá ákvörðun að hætta öllum samskiptum og viðskiptum við kínversk stjórnvöld um óákveðin tíma.

05.10.2010 11:02

Um malbik

Það voru mikil vonbrigði að sjá að menn voru að malbika gangstétt inn á Flötum nú á dögunum.
Ég hélt að sæmilega vitibornir menn gerðu ekki svona lengur. Finnst mér einu gilda að þetta er í iðnaðar- og verslunarhverfi sem þessi hluti Flata er.
Nú er það svo þegar fara saman eðli og eiginleikar malbiks og algengt veðurfar um vetrartíma hér í Eyjum að það myndast nær ósýnileg fljúgandi hálka á malbikinu sem keyrist yfirleitt fljótt af á götunum sjálfum, en ekki af gangstéttunum. Það er stóra meinið ásamt því að malbikaðar gangstéttar setja einstaklega ljótan svip á götumyndir í íbúðahverfum. Við erum búin að búa við þetta helvíti hér í götunni í nær aldarfjórðung. Satt að segja var ég að vonast til að menn höskuðu sér í það núna á allra næstu árum útrýma þessum ófögnuði. Ég held að ég geti fullyrt að svona malbikaðar gangstéttar tíðkast hvergí í siðara manna samfélögum.

04.10.2010 14:49

Um samgöngur

Ég óska íbúum í Bolungavík, á Siglufirði og Ólafsfirði til hamingju með nýju göngin sín.
Blessað fólkið fyrir vestan hefur nú verið losað undan "rússneskri rúllettu" Óshlíðarinnar,
og Tröllaskagafjallabúar geta nú með góðu móti kynnst hvort öðrum. Bravó!

  • 1