Færslur: 2010 Nóvember

30.11.2010 18:07

Aumingjar!

Ótrúlegt að heyra um skemmdarverk á Landakirkju og öðru henni tilheyrandi. Maður bara skilur ekki hvað þetta fólk er að hugsa ef það hugsar yfirleitt nokkuð. Getur verið að að svona óeðli sé fylgifiskur bættra samgangna - (Nei, ég bara spyr?)
Það er líka óskiljanlegt að heyra um aumingja fyrir norðan sem voru að skemma og eyðileggja lífsnauðsynlegan öryggisbúnað í Héðinsfjarðargöngunum.

24.11.2010 14:33

Stjórnarskráin 82. grein

82. grein. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir - nema annað sé tekið fram í lögum, - ef-til-vill, kannski og jafnvel og svo framvegis og svo framvegis.
Nei, að öllu spaugi slepptu er afar mikilvægt að vel til takist val á fulltrúum til Stjórnlagaþings.
Mér finnst að ekki þurfi að breyta Stjórnarskránni í mörgum grundvallaratriðum, og alls ekki að breyta bara breytinganna vegna sem dálítið ber á í umræðunni.
Ég hef lengi verið svolítið hugsi vegna 62. gr. um ríki og kirkju. Hef nú komist að þeirri niðurstöðu að vegna þess hvað málið er "eldfimt", sé best að hrófla ekki við þessari grein. Enda tekur 79. gr. öll tvímæli af um að við getum breytt núverandi fyrirkomulagi hvenær sem er með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er alveg skírt. En það er margt annað óskírt í Stjórnarskránni eins og dæmin sanna á umliðnum árum. Þess vegna er mikilvægast að laga og breyta orðalagi þannig að allur almenningur geti skilið og ekki síður að sem flestir lögfræðingar landsins geti skilið og túlkað á sama hátt. 
Það eru nokkrir vel frambærilegir frambjóðendur héðan úr Eyjum. Munum eftir þeim.


19.11.2010 07:01

"Sérfræðingar"

Nú þegar komið er í ljós að byrjunarerfiðleikar í Landeyjarhöfn reynast meiri en mörg okkar hafa vonað að yrðu ekki, þá spretta upp á öðru hverju götuhorni sjálfskipaðir bessevisserar sem allt vita og vissu allt fyrir löngu.

14.11.2010 16:38

Nú gengur það glatt.

Sjá fleiri ljósmyndir í albúmi: FLUG 14.nóv 2010.

12.11.2010 18:56

Menning fyrir miðnætti!

Gamli góði Cat Stevens á skjávarpatónleikum í Vinaminni Kaffihús í kvöld.

10.11.2010 08:05

Af hverju?

Ég sá frétt um brjálaðan morðingja í USA sem er svo sem ekkert nýtt. En það sem ég skil ekki er af hverju er verið að birta með fréttinni gamla grínljósmynd af rithöfundinum og gæðablóðinu Ólafi Gunnarssyni?

08.11.2010 22:02

Borgarstjórinn í Reykjavík

...er mikilhæf geimvera (að eigin sögn). Skemmtileg tilbreyting frá útslitnum klisjum allra fyrirrennara.

05.11.2010 08:09

Um glæpi

Það er fátt upplífgandi í fréttum þessa dagana. Hver fréttin af annari gerir mann fjúkandi reiðann. Ég nefni tvö dæmi. Dag eftir dag eru sýndar í fréttatímum sjónvarpsstðvana langar biðraðir fólks við matargjafastaði í henni Reykjavík. Það er ekki bara andstyggilegt að þetta þurfi yfirleitt að eiga sér stað, það er glæpur. Það er líka glæpur þetta fyrirkomulag að stilla þessu blessaða fólki upp á áberandi stöðum í borginni. Ég verð reiður og þá fer maður að hugsa af hverju er ekki gengið alla leið og byggðar yfirbyggðar og upphitaðar stúkur við matargjafastaðina til þess að slektið geti satt og sællegt stytt sér stundir og skemmt sér við að horfa á biðraðirnar.

Hitt dæmið er fréttirnar af gamla fólkinu austur á Vopnafirði sem yfirvöld vilja flytja í aðra landshluta. Bara það að láta sér detta svona fráleita og óskiljanlega mannvonsku í hug er glæpur, hvað þá að framkvæma hana í raun og veru. Ég verð reiður og þá fer maður að hugsa af hverju er ekki gengið alla leið og hringt í dýralæki eða einhvern sem er vanur að svæfa. Að sjálfsögðu væri það líka skelfilegur glæpur, en..!!!!!? 

 

  • 1