Færslur: 2010 Desember

30.12.2010 15:36

Flott höfn!

Það er ánægjulegt að ein glæsilegasta og best hannaða höfn landsins Landeyjahöfn er opin og í góðu lagi þessa dagana. Það ætti að slá á svartsýnisrausið og kjánabullið.

28.12.2010 17:55

Daufleg Þórðargleði.

Mikið hljóta vonbrigðin að vera mikil og sár hjá þeim sem hafa undanfarið borið út lygaþvætting og bull um Landeyjahöfn nú þegar ákveðið er að Herjólfur sigli þangað á morgun.

27.12.2010 23:04

Kjaftablaður

Nú ryðjast fram á ritvöllinn kjaftaskar eins og Sigurjón M. Egilsson og fl. og skrifa um Landeyjarhöfn.
Skammist ykkar bara, þið hafið ekki hundsvit á því sem þið eru að bulla.

18.12.2010 11:12

Glæný frétt!

Lilja er gegnheil og innmúruð sjálfstæðiskona gerð út frá Valhöll sem flugumaður og þjálfuð til skemmdarverka. 

ATH. Ég sem þetta skrifa er mikill áhugamaður um mergjaðar samsæriskenningar

16.12.2010 07:58

Innlenda olíu á flotann.

Ég vil vekja athygli á afar athyglisverðri lesningu sem var að birtast á vefnum sigling.is sem heitir
GREINARGERÐ UM RANNSÓKN Á UMHVERFISVÆNUM ORKUGJÖFUM eftir Jón Bernódusson.
Í greininni er margt sem kemur skemmtilega á óvart eins og t.d. að menn (bændur) geti búið til dísilolíu og jafnvel plastefni með tiltölulega einföldum og ódýrum græjum heima hjá sér í sveitinni.
Hvet fólk til lesa þessa áhugaverðu grein.

13.12.2010 11:37

Ullin ágæta.

Hér verð ég að láta vita af því hvað ég er stoltur af Heiðrúnu dóttur okkar.
Hún er að búa til verulega fallega og listræna hluti úr þæfðri ull. Aðallega eu það kragar í alls konar útfærslum, einnig hefur hún hannað og gert nokkra aðra nytsama hluti úr ullinni.

08.12.2010 12:39

1. apríl á jólaföstu..?

Verður boðið uppá fríar ferðir með Herjólfi á laugardaginn.....eða ekki....ha?

02.12.2010 14:30

Hámenntaður hagfræðingur.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur var að venju í gær á miðvikudagsviðtali á Rás2. Þar var hann m.a. spurður um hvað honum finndist um nýkjörna fulltrúa á stjórnlagaþing og þá gagnrýni margra að flestir væru hámenntaðir sérfræðingar og sjónvarpsstjörnur frá Reykjavík. Guðmundur svaraði eitthvað á þá leið að sér þætti þetta mjög vel valin og góður hópur sem ég er sammála, en Guðmundur sagði svo: "Hefði fólk viljað að þarna hefðu bara náð kjöri einhverjir óþekktir og ómenntaðir bjánar". Ég held að þarna hafi Guðmundur ekki alveg hugsað til enda hvað hann var að segja. Voru það ekki aðallega hámenntaðir bjánar sem komu efnahagsmálum á Íslandi til helvítis?
Vonandi að hagfræðingurinn hámenntaði biðjist afsökunar næsta miðvikudagsmorgum á Rás2.  

  • 1