Færslur: 2011 Janúar

28.01.2011 07:55

Vegna sandburðar

Í ljósi allrar umræðu undanfarið um samgöngur á sjó s.s. hafnarskilyrði og allar spurningarnar um hvert Herjólfur muni sigla þennan og þennan daginn er þessi frétt í vikublaðinu Dagskrá 10. mars 1989 talsvert athyglisverð.

27.01.2011 07:29

Fyrsti dagur - selir nr. 3 og 4

Í dag koma út selafrímerkin mín nr. 3 og 4 í 6 merkja röð. Að þessu sinni eru merkin með mynd af Hringanóra og Útsel. Einnig á ég stimpilinn og myndskreytinguna á fyrstadagsumslaginu.

26.01.2011 08:34

Hýenur og hælbítar

Þeir sem gerðir voru út til þess að kæra kosningarnar til stjórnlagaþings hafa unnið orrustu - en ekki stríðið. Það er klárt.

15.01.2011 14:25

Þorrablót

Þó að þorrinn sjálfur byrji ekki fyrr en eftir viku, þá verður samt þorrablót Norðlendingafélagsins í kvöld. Meira að segja óvenju seint þetta árið.
Lengi lifi sýrð eistu, hákarl og brennivín.

13.01.2011 11:00

Stórsókn Húsavíkur

Nú er sá kunni fjallabílafrumkvöðull og nazjónal-sósíalisti Páll Arason allur. Fyrir all mörgum árum ánafnaði Páll Reðursafninu á Húsavík eftir sinn dag þann líkamspart sinn sem hann hafði ætíð mestar mætur á og var stoltastur af.
Ég spái því að þessi happafengur Húsvíkinga muni reynast ígildi meðalálvers fyrir byggðalagið án náttúruspjalla. Muni miklu frekar vekja upp fjörugt spjall um náttúruna.


12.01.2011 08:24

Rokkið lifir!

Hvaða rugl er þetta um að rokkið sé dautt? Hver drap það? Ekkert svar.
Nei, rokkið er ekki dáið - það mun lifa.

05.01.2011 11:52

Nýtt ár - nýir dagar til að telja

Gleðilegt nýtt ár öllsömul og kærar þakkir fyrir allar heimsóknirnar hér.

Nú er komið út það tólfta í röðinni dagatalið mitt og Prentsm. Eyrúnar. Að þessu sinni er það tileinkað Norðurklettum Heimaeyjar séðum úr norðri ásamt helstu dröngum sem þar eru. Landslag sem er nærri okkur en við sjáum ekki daglega.

  • 1