Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 17:49

Nei, ekki ég....

...einhver annar  getur fjarlægt þetta.

24.02.2011 08:26

Enn um samgöngumál

Ég hef verið að hitta fólk sem finnst að við Vestmannaeyingar hafi verið blekktir og hafðir að fíflum í samgöngumálum. F.o.f. séu það vondir stjórnmálamenn sem hafi dregið okkur á asnaeyrunum. Og í framhaldi af því alls kyns samsæriskenningar út og suður.
Ég er ósammála þessu og trúi því að eftir að byrjunarerfiðleikar hafa verið leystir verði Landeyjahöfn stórkostleg framför í samgöngum okkar, og eigi eftir að opna fyrir ýmsar nýungar í atvinnurekstri og bæta búsetuskilyrði. 

22.02.2011 19:06

Ótrúlegt textaklúður í frétt

Ég fór inn á mbl.is áðan og rak augun furðulegan fréttaflutning. "Geimflaugin Discovery er tilbúin í sína hinstu ferð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar" Þetta finnst mér ótrúlega klúðurslegt orðalag.
Hugsum okkur að ónefnt flugfélag ætlaði að taka úr notkun og leggja einni af sínum þotum og tilkynnti að hún muni fara sína hinstu ferð á morgun. Mig hryllir við bara að hugsa þessa setningu.
Annað geri ég athugasemd við. Það er áratuga hefð fyrir því að kalla umrætt faratæki Geimskutlu.
Nú er eins og að höfundur (þýðandi) hafi áttað sig nálægt lok fréttarinnar. (Sjá fréttt) En líklega hefur hann svo verið búinn að troða báðum höndum inn fyrir rassvasana og ekki nennt að lagfæra klúðrið. 21.02.2011 20:38

Barnið á Bessastöðum

Ég var að lesa blogg Eiríks Bergmann áðan. Eiríkur rifjar upp að eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave í fyrravetur hafi Ólafur Ragnar Grímsson sagt í sjónvarpsviðtali að um heimssögulegan viðburð væri að ræða. Hann útskýrði þetta enn frekar með því að segja "að framfarir í þróun lýðræðisins í mannkynsögunni  ættu sér jafnan stað í smáríkjum, eins og í Grikklandi til forna". ÓRG bætti enn í og sagði  "að kosningin hefði ekki aðeins mikla þýðingu fyrir Íslendinga heldur væri ótvírætt að atkvæðagreiðslan hefði breytt viðhorfum fólks vítt og breitt um veröldina í þá veru að hægt væri að þróa lýðræðið og færa fólkinu beint vald nú á nýrri öld".

Það er nefnilega það.

Það sem sagt blasir við að sú lýðræðisbylgja og uppreisn almennings í mörgum arabaríkjum þessa dagana hefur kviknað vegna beinna áhrifa ÓRG á Bessastöðum á Íslandi.

Og það blasir einnig við að þegar blessað fólkið við sunnavert Miðjarðarhafið og víðar í arabaheiminum verður búið (vonandi) að reka öll alræðis-illmenni og drullusokka út í hafsauga, þá verður ÓRG útnefndur áhrifamesta núlifandi mikilmenni í veröldinni.

Norska friðar-Nóbelsnefndin mun svo í framhaldi af því eiga auðvelt og óumdeilanlegt val  á verðlaunahafa sem verður að sjálfsögðu títtnefndur ÓRG á Bessastöðum. Segjum sem svo að það verði eftir þrjú til fjögur ár og þá verður Jóhanna Sig. sjálfsagt ennþá forsætis og það mun koma í hennar hlut að taka á móti  friðarverðlaunahafanum í Keflavík þegar hann kemur heim frá Ósló og mun kissa hann á báðar kinnar mildilega fyrir hönd þjóðarinnar.

Svoleiðis er nú það. Barnið...hvað ha?

 

16.02.2011 07:08

Um Bylgjuna

Hið ágæta rokkskáld og listamaður Jóhann G. Jóhannsson hefur bannað að sín lög séu spiluð á útvarpsstöðinni Bylgjunni. Ég er ekki hissa. Er eiginlega sammála öllu í greinargerð Jóhanns um málið.
Ég hlusta yfirleitt á hádegisfréttir Bylgjunnar en aldrei meira en það. Ég heyri (ekki sama og hlusta) alltof oft í Bylgunni þar sem ég kem, á heimili eða fyrirtæki.
Það er erfitt að finna nógu sterk lýsingarorð um þessa útvarpsstöð þar sem miðjumoðið og metnaðarleysið ríkir. Virðist vera markmiðið að spila eingöngu ó eða illa kynnta tónlist sem búið er að hjakka á síðustu tuttugu-þrjátíu árin. Aðallega tyggjópopp og píkuskrækir.
T.d. hef ég aldrei hitt á að heyra rokk-rafmagnshljóðfæri tekin almennilega til kostana á Bylgjunni.
 


04.02.2011 11:15

Æs-sveif-la

Maðurinn sem er á allra vörum núna - aldeilis.

02.02.2011 08:28

Vorskip...?

Það mjakast aðeins.

  • 1