Færslur: 2011 Apríl

26.04.2011 12:57

Jökull..?...

...nei, bara svona hroðalega kaldur arkitektúr - EIMSKIPSHÖLLIN.

13.04.2011 15:48

Fádæma hreyfingaleysi.

ALLT MEÐ KYRRUM KJÖRUM, RÓ OG SPEKT Í DAG. Það-held-ég-nú!

08.04.2011 16:16

Nú er það spurning?

Er það nokkuð of seint að breyta kosningareglunum þannig að kjörstjórnir geti fylgst með hvar hver og einn kjósendi  setur krossinn á kjörseðilinn og geymi síðan þær upplýsingar í lokuðum umslögum.
Svo ef neiið verður ofaná og öll málaferli fara á vesta veg, þá verði hægt að fara í umslögin og sjá hverjir krossuðu við neiið og þeir einir borgi skaðann.


05.04.2011 14:12

Um skónúmer fótalausra.

Ég ætla að vera jákvæður þessa vikuna en sem minnst að taka þátt í umræðunni. Það er auðvitað klisja að segja að manni finnist þrasið yfirgengilegt. Æ, jæja, hvað sem það er þá eru mest áberandi í netheimun og á prenti öskurapadeilur um skónúmer fótalausra.

04.04.2011 07:19

Skotvopnið dularfulla.

Þegar ég horfði á Silfur Egils í gær, nánar tiltekið á viðtalið við Lee Buchheit fannst mér furðulegt að sjá riffilhlaup standa upp fyrir borðbrúnina við hliðina á Agli. Það er ómögulegt að ímynda sér þetta eitthvað annað en hlaup á skotvopni þar sem framsiktið blasir við.
Til hvers var Egill að hafa þetta við hlið sér í viðtalinu? Mér finnst Mr. Buchheit frekar góðlegur  maður sem ekki þurfi að óttast mikið. Nafnið Lee Buchheit er að vísu dálítið villtavesturslegt, en ekki svo óttalegt.

03.04.2011 09:48

1. apríl og spillingin

Aðeins til frekari áréttingar: Aldrei datt mér í hug að einhver færi í fyrradag út á Eiði til að skoða mann sem ætlaði að fara "fótgangandi" milli lands og eyja. Enda ég fylgdist ekki með því.
Tilgangur minn með 1. apríl-glogginu mínu var ádeila á úrtöluraddir og sjálfskipaða sérfræðinga líkt og ég hef bloggað um áður.

Svo er það hitt bloggið mitt um Perluna (ekki sanddæluskipið) á fimmtudaginn var. Það hefur komið mér á óvart að aðal-broddurinn þar hefur að mestu leiti farið framhjá fólki. Broddurinn var ég lagði til að bankarnir keyptu Perluna handa Alþingi. "Flott hugmynd" hafa sumir sagt og eru líklega alveg búnir að gleyma að hellingur af guðlaugumþórum fengu miklar peningafúlgur frá bönkunum (gömlu) í kostningabaráttuni árið 2007. Þetta var bara eitt lítið dæmi. Já, spillingin lifir og dafnar sem aldrei fyrr, líka í hugum fólks.
Vonandi mun einhvern tíma renna upp sá dagur fólk muni kveikja á perunni.

 

01.04.2011 06:55

Nýung í samgöngumálum.

Hrólfur J. Jósefsson uppfinningamaður m. meiru hefur algerlega gefist upp á allri þessari óvissu í samgöngumálum okkar að undanförnu.

"Ég hef hvorki nennu né þolinmæði að bíða lengur. Svo hefur öll umræða um samgöngur á sjó verið afskaplega grunn og byggð á sandi, ekkert að marka fljótið - ég er öskuillur. Ég er harður á því að ganga milli lands og eyja í framtíðinni og get bætt við að ég ætla alltaf að leggja af stað kl. 7:30, - ekkert að rugla með það". sagði Hrólfur J. í stuttu en snörpu viðtali við listo.123.is.

 Hrólfur J. ætlar að kynna og sýna almenningi glænýjar sjógöngugræjur sínar utan við Þrælaeiði milli kl. 12:00 og 13:00 í dag. 

 Meðfylgjandi mynd er tekin af Hrólfi J. taka létta æfingu á græjunum í grennd við Faxasker einn blíðvirðisdaginn nú í vikunni.

 

  • 1