Færslur: 2011 Maí

30.05.2011 17:31

Skarfar Páls

Nú er Páll Steingrímsson búin að slá öll fyrri met sem hann átti sjálfur. Ég man ekki eftir þvi að hafa orðið svo uppnumin af kvikmynd að hún hafi haldið fyrir mér vöku talvert lengi í nótt.
Ég vil hreinlega halda því fram að "SKARFAR" sé besta kvikmynd sem íslendingar hafa gert frá upphafi. Allt með talið leiknar myndir, heimildarmyndir og hvaðeina.
Ég óska Palla og öllu hans góða aðstoðarfólki innilega til hamingju. Tær snilld!

30.05.2011 06:55

Mislukkuð auglýsing

Auglýsing um betra fótarými og vellíðan frá Flugleiðum finnst mér dálítið einkennileg.
Ung og geðsleg kona situr og virðist líða bara þokkalega. En það eru konan fyrir framan og maðurinn fyrir aftan sem eru á svipinn eins og þau séu að fljúa með einhverju Express flugfélagi, nei smá grín.
Það er frekar eins og það sé búið að stilla þeim upp fyrir framan aftökusveit. Bæði kvíðin og hrædd. 

25.05.2011 00:24

Ekkert grín - en samt!?

Í tíufréttum ríkissjónvarpsins í kvöld var viðtal við mann sem sagðist hafa verið á ferð austur í Hvalnesskriðum í brjáluðu hlandveðri með skítkasti og gengið á með grjótflugi og þá hefði hann mætt sturluðum ferðamanni á gluggalausum golfbíl. Sem sagt ekkert ferðaveður þarna eystra.

Meðfylgjandi ljósmynd kemur þessari frétt ekki beint við.

24.05.2011 14:19

Vondar hugmyndir!

Það virðist í alvöru búið að ákveða að leggja niður malarvöllinn í Löngulág. Þótt fyrr hefði verið segi ég nú bara.  

Það að völlurunn hverfi  og svæðið  skipulagt upp á nýtt, opnast ótal möguleikar til að bæta og laga en ekkert af því birtist í skelfilegum tillögum sem ég var að sjá áðan inn á eyjafrettir.is .

T.d. á ekkert að taka á bílastæðavanda við kirkjuna. Það á ekkert að taka niður norðurenda malarvallar og hitaveitulagnir sem þrengja sér eins og þrálátar bólgur inn á Kirkjuveginn. Í þessum dæmalausu tillögum eru teiknaðar óútskírðar viðbyggingar við Höllina  sem líta út eins og illkynja æxli (eins og bíslagið í Krisnihaldi undir jökli). Það er gott og sjálfsagt að fram komi sem fjölbreytilegustu hugmyndir um þetta svæði, en verði reynt að vanda til verka við úrvinnsluna. 

Ekki bjóða upp á 4x sama hryllinginn.

   


18.05.2011 17:07

Bráðum kemur betri tíð!

Það er gleðilegt til þess að vita að nú hillir undir upptökumannvirki  hér í Eyjum komist í gagnið.
Meðfylgjandi mynd er af Vestmannaeyjaskipum í Reykjavíkurslipp.

07.05.2011 09:57

Rústir góðæris!

En svo reis í fátæktinni Harpan mikla.


  • 1