Færslur: 2011 Júní

25.06.2011 20:57

Dagskrá sjónvarpsins

Dagskrá ruv-sjónvarpsins í kvöld:
Kl. 18.30 Fótbolti
Kl. 19.00 Fótbolti
Kl. 19.30 Fótbolti
Kl. 20.00 Fótbolti
Kl. 20.30 Fótbolti
Kl. 20.45 Fótbolti samantekt.
Skammist ykkar bölvaðir!


23.06.2011 14:25

Pöbbarölt

Sjö pöbba-rölt verður um helgina. Þátttaka tilkynnist bara ekki neitt.

20.06.2011 16:34

Hestamannamótin

Nú fara að bresta á truntu- og merarmannamót sumarsins.

15.06.2011 13:53

Fár af mannavöldum.

Nú njótið þið þess að ég næ ekki til ykkar bölvaðir ráðamenn hjá Rúv-sjónvarpi. Þið standið fyrir fótbolta-geðveikis-sjúkdómi dag eftir dag. Svei ykkur!

12.06.2011 11:35

Um hendur.

Það hefur vakið athygli útlit handanna á Árna Johnsen þegar hann hefur verið að koma fram með gítarinn. Árni telur sig vita skýringuna á þessu sjúklega ástandi, skýring sem ég held að hvorki hafi verið sönnuð né afsönnuð. En Árni getur bara sæmilega vel við unað í samanburði við hinn íturvaxna söngvara og gítarleikara Robert Lucas í gömlu hippahljómsveitinni Canned Heat.
Ég rakst á tónleikamyndband á YouTube frá árinu 2007 með bandinu þar sem þeir renna sér í lagið Let´s work Together og í gítarsólókaflanum eru sýndar nærmyndir höndum kappans (sjá meðfylgjandi myndir). Já, það er víða eitrað.

11.06.2011 09:31

Komið ágætis veður

Full mikill belgingur í morgun. Nú hefur lægt og verður farið kl.10 og veitt til kl.16.
Vonum að þetta veiti á farsælan dag og góðan afla.
Fín veðurspá fyrir morgundaginn.

  • 1