Færslur: 2011 September

24.09.2011 13:50

Sorpmenning!

Svo virðist að sorpflokkunarbyltingin sé að heppnast vonum framar. Margir bjuggust við langvarandi nöldurtíð og neikvæðni. Menn eru nú út um allan bæ að smíða misjafnlega rándýr tunnuskýli með bros á vör. Það er bara jákvætt.

16.09.2011 09:13

Stúka fyrir tuttugu árum.

Að gefnu tilefni og til gamans set ég hér inn ljósmynd af yfirbyggðri vallarstúku norður á Raufarhöfn.  Myndin er tekin árið 1991.

08.09.2011 07:57

Perlan (ekki dýpkunarskipið)

Perlan á Öskjuhlíð er til sölu. Eigun við ekki að athuga hvort kínverjinn Nubo ósprunginn og efnaður geti hjálpað okkur að kaupa Perluna og flytja hingað til Eyja? Ég sé fyrir mér að hún mundi sóma sér vel austur á Kirkjubæjarhrauni þar sem sorpbrennsluógeðið blasir við okkur núna.

06.09.2011 14:00

Góð frétt!

Nú herma fréttir að hætt sé við allar byggingaframkvæmdir í Löngulág og er það vel. Skipulagsyfirvöld eiga hrós skilið fyrir viðsnúninginn. Í sömu frétt er talað um að það þurfi að finna svæði fyrir lóðaumsækendur sem höfðu sótt um að byggja í Löngulág.
Mér er það ljúft og skylt sem áhugamanni um skipulagsmál að benda á t.d. ágætt svæði sunnan við Þórsheimilið. Á þessu svæði er núna annað af tveimur tjaldstæðum bæjarins. Um það tjaldstæði má fullyrða a.m.k. þrennt. Í fyrsta lagi: Svæðið er berskjaldað fyrir helstu stormáttum á Heimaey. Í öðru lagi: Um Þórsheimilistjalsstæðið verður aldrei sátt í framtíðinni. Í þriðja lagi: Það er að til er annar frábær staður í bænum fyrir tjaldstæði til framtíðar.

Þessi ljósmynd kemur þessu bloggi mínu bara óbeint við en hún er frá Pyongyang höfuðborg Norður-Kóreu.
  • 1