Færslur: 2012 Janúar

31.01.2012 16:43

Vestmannaeyjahöfn

Nú eru fréttir af fyrirhuguðum miklum framkvæmdum við höfnina. Það er auðvitað bæði gott og gleðilegt. Geysi mikið hefur verið unnið að endurbótum á undanförnum 10 til 12 árum.
Vil benda ykkur á að í myndaalbúmi hér er ég með yfir 240 ljósmyndir sem tengjast Vestmannaeyjahöfn.

23.01.2012 08:20

Húsið Sólvangur

Nú á víst að rífa niður húsið Sólvang við Kirkjuveg í dag. Einhver bölvuð óværa fannst í húsinu fyrir nokkru. - Mikil sorgarsaga.

Meðfylgjandi mynd tók ég 1974. Túlipanarnir voru gjöf frá hollendingum.

19.01.2012 14:38

Hreyfiseðlar og slökunarseðlar

Nýlega las ég  einhver staðar um svokallaða hreyfiseðla sem gætu komið að einhverju leiti í staðin fyrir lyfseðla. Með öðrum orðum: Meiri hreyfingu, minna pilluát.

Þetta er auðvitað það sem flestir ættu að vera sammála um nema þeir sem hafa beina hagsmuni af því að framleiða og selja lyf. Þeir munu andskotans á móti.

Það er ljóst, eins og með venjulega lyfseðla, að hreyfiseðlar virka ekki nema sé farið eftir þeim fyrirmælum sem á honum stendur 

Ég hef nokkuð lengi haft trú á ágæti og nauðsyn hreyfingar fyrir skrokkinn ekki síst þegar árin færast yfir, (þó árangurinn sjáist ekki glöggt á mínu sköpulagi). Fyrir u.þ.b. áratug setti ég mér það takmark að ganga a.m.k. 5 km. á dag. Ekki hefur það nú alveg gengið eftir nú í seinni tíð.

Það er ósköp auðvelt og notarlegt þegar úti geysar hlandveður með skítkasti dag eftir dag að bara slaka á inni í Laisý eða sóffanum . Hef ég þá oft og einatt gengið röskum skrefum kringum Helgafelið og stikað Steinstaðahringinn - í huganum.

Þá kem ég að því sem mér datt í hug þegar ég sá fyrst þetta orð "hreyfiseðlar". Það er slökunarseðlar. Því ekki? Mikið og stöðugt stress er alvarlegt ástand ekki síður en ofþyngd og hreyfingarleysi - ég þekki það.


16.01.2012 14:45

Brimsaltur fuglaskítur!

Þá er sem sagt komið í ljós að munurinn á svokölluðu iðnaðarsalti og matvælasali er að það fyrrnefnda er geymt utandyra. Hugsum okkur dálítinn saltbing sem er óvarinn utandyra einhver staðar við sjávarsíðuna í langan tíma. Brimsaltur fuglaskítur.

03.01.2012 11:27

Dagatal Eyrúnar

Dagatal fyrir ári 2012 það þrettánda í röðinni sem Prentsm. Eyrún gefur út í samvinnu við mig er komið út. Að þessu sinni er dagatalið tileinkað útsýni af Sæfjalli á Heimaey. Ljósmyndirnar sem eru tíu í allt tók ég á tímabilinu 2002 til 2010.


01.01.2012 17:34

Gleðilegt ár!

Óska ykkur gæfu og gengis á nýju ári með þökk fyrir það gamla. 

Og ég vil óska Friðrik Ásmundssyni innilega til hamingju með fálkaorðuna. Hann á heiðurinn svo sannarlega skilið fyrir einarða baráttu sína fyrir bættu öryggi sjómanna.
 
  • 1