Færslur: 2012 Mars

12.03.2012 22:01

Einlit sauðahjörð

Það er langt síða að ég hef orðið eins hissa og í dag þegar ég las fréttina um að Sigurður Einarsson fyrrv. forstjóri KB-banka og vitni í Landsdómi hefði þurft að vinna drengskaparheit eftir á - eftir vitnisburðinn. En það var nú ekki það sem ég var mest hissa á, heldur hélt ég í fáfræði minni að allir, sakborningur og vitni þurfi að vinna heit eða sverja eiða. Þetta er sem sagt ekkert alvöru réttarhald, frekar bara gott partý í gúddífíling, kaffi og konni, skrítlur og skemmtiskraf milli þess sem þokukennt og þægilegt minnisleysi svífur yfir vötnunum. 
Þegar nánar er skoðað er þessi furðusamkoma svona mótuð af þátttakendum. Sakborningurinn, verjandi, saksóknari, dómarar og öll vitnin af sama sauðarhúsi - já, flestir úr sama hrútakofanum.

08.03.2012 22:40

Við sömu götu á sama tíma

Spurning:
Hvað eiga Þjóðleikhúsið og Þjóðmenningarhúsið sameiginlegt?

Svar:
Jú, - á báðum stöðum er verðið að sýna Vesalingana fyrir fullu húsi.

06.03.2012 07:53

Hið háa Alþingi

Það er varla til nokkuð leiðigjarnara en alltaf sömu frasarnir og klisjurnar um Alþingi íslendinga.
"Leikhúsið við Austurvöll", "Sirkusinn við Austurvöll", "Trúðarnir í þinginu", "Óþægir krakkar í skólastofu" og svona mætti lengi halda áfram. Nú fyrir nokkrum dögum skrifaði stórbloggari og álitsgjafi um þingið og vildi meina að þar sætu bara asnar. Ekki fallega sagt en minnir mann óneitanlega á gamla og góða málsháttinn: Ekki verður asni hestur þó lagður sé á hann gullsöðull. 

02.03.2012 16:19

Konur

Gaman væri að geta birt hér lista yfir þá karlmenn, kynbræður mína sem elska, dýrka og dá konur.
En ég hef bara ekki listann handbærann auk þess veit ég að hann er geysilega langur.

Meðfylgjandi mynd er af málverki eftir bandaríska listmálarann Abbott Henderson Thayer sem málaði margar konumyndir um sína daga.

 
  • 1