Færslur: 2012 Apríl

30.04.2012 14:41

Ribsafari eflist.

Það er full ástæða til að óska Ribsafari-fólkinu innilega til hamingju með nýjan glæsilegan farkost.

Þessi mynd kemur blogginu ekki beint við.

20.04.2012 15:47

Einhver íri á Þjóðhátíð

Hver er þessi Ronan?
Ég hefði nú frekar viljað Rowan Atkinson.

16.04.2012 15:24

Atvinnusögunni hent!?

Frumgerð (product typa) SIGMUND humargarndráttarvélar liggur hér beygluð, brotin og lemstruð.
Þarf að segja meira?
Myndina tók ég á laugardaginn var niður við Vinnslustöðvarhús (Fiskiðju).

Nýjar fréttir: Nú var verið að segja mér að vélinni var hent í morgun. Er það svo sem eftir öðru.

13.04.2012 07:13

Nú er ég hissa.

Já, ég er bara undrandi á þessum viðsnúningi að ætla að gera upp og varðveita gamla slökkvibílinn.
Meginreglan hér hefur verið að eyðileggja, láta eyðileggjast eða senda í burtu menningarverðmæti hvers konar. Raggi Bald. og þau sem halda utanum aurabauk bæjarins eiga hrós skilið fyrir kjarkinn og framsýnina.

01.04.2012 08:21

Stórhýsi í miðbænum

Hópur athafna- og iðnaðarmanna reistu stórhýsi í miðbænum í nótt. "Við vildum bara losna við óþarfa tafir og kosnað sem fylgir öllu skipulagsfargani" sagði talsmaður hópsins þegar hann var spurður um afhverju þeir hefðu staðið í þessum stórræðum í skjóli nætur. Hann var einnig spurður hvort þeir hefðu byggt eftir samþykktum teikningum? "Nei, engar teikningar hvorki samþykktar né ósamþykktar, aðalatrið að drífa verkið af áður en bæjarbúar vöknuðu - búið og gert og ekkert þras".

Orðrómur, algerlega óstaðfestur er um óhóflega áfengisdrykkju hópsins við verkið í nótt. Það skýrir ýmislegt ef rétt reynist en sjón er sögu ríkari.


  • 1