Færslur: 2012 Maí

31.05.2012 11:34

Himneskt torg...?

Það er mikið að snúast fyrir neðan Fiskiðjuna þessa daganna. Málað, mokað, grafið og tyrft. Smíðað, sópað hlaðið og girt. Ég er svolítið efins með .... - nei, nei, ég vil ekki vera neikvæður.
gamla skápa - nei, heldri eldri borgara vera að tjá sig um svæðið og hvernig það hafi verið í gamla daga. Fannst vanta myndefni til stuðnings.24.05.2012 09:01

Um Facebook

Samskiptavefurinn Facebook (smettiskrudda) hefur verið talsvert í fréttum undanfarna daga, aðallega um verðmæti fyrirbærisins. Fyrir all mörgum árum var ég undir nokkrum þrýstingi að ganga í þennan söfnuð. Ekki hafði ég og hef ekki áhuga á því. Það er ýmislegt þarna sem ég kann ekki við.
Það er oft sem fólk á Facebook er að vitna í fréttir fjölmiðla. Dæmi: Fjölskyldumaður í blóma lífsins bíður bana í hræðilegu bílslysi. Á svipstundu eru 63 manneskur sem líkar fréttin. Þetta er eitthvað bilað og sjúkt.

20.05.2012 17:28

Sigmund er allur.

Sigmund Jóhannsson var að mínum dómi einn albesti skopteinari á norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Ég votta fjölskyldunni mína innilegustu samúð.
Þessi teikning sem ég leyfi mér að birta hér er frá árinu 1975.

15.05.2012 19:46

Velkomin heim Heimaey!

Við óskum Ísfélaginu og okkur öllum til hamingju með nýja stórglæsilega Heimaey VE1.

11.05.2012 17:49

2007 komið aftur?

Nú segir í fréttum að fólk hafi keypt sér ýmislegt fyrir einn milljarð í búðinni BÁHÁS á þessum fáu dögum sem þar hefur verið opið. Aldeilis.

Ætli þetta séu kannski allt saman aukakrónur sem fólk notaði til að gleðja sig?


  • 1