Færslur: 2012 Júlí

01.07.2012 16:22

Góðir dagar.

Það fór svo á síðustu dögum að þrátt fyrir áhugaleysi mitt á fótbolta þurfti ég að vera afi og ekki bara það, þurfti að sinna því hlutverki að vera afi á Shellmóti sem þýðir að fara á leiki, fylgjast með og sýna áhuga. Ég kom í fyrsta skipti inn í það ljóta hús að mínum dómi sem kallast Eimskipshöll. Ég hafði ímyndað mér að einhvern tíma yrði hægt að halda stóra tónleika í þessi húsi þar sem rafmagnsgítarar og þess háttar hljóðfæri væru tekin til kostanna. Nei, hljómburðurðurinn er svo skelfilegur að ég gat varla talað við mann sem stóð við hliðina á mér þarna inni. Betra að vera úti í góða veðrinu. Það er full ástæða til að tala um góða veðrið þessa dagana meira að segja á föstudaginn á milli leikja þegar ég ætlaði taka fram vatnsslönguna til þess að vökva blessaða litli sólargeislana í lóðinni, fíflana og sóleyarnar (sem margir elska að hata) þá opnuðust  himnarnir og tóku af mér ómakið. 

 

  • 1