Færslur: 2012 Ágúst

14.08.2012 08:28

Fyrirsætukeppni á pallinum

Komi maður út á pall myndavélalaus lætur hún ekki sjá sig. En ritan er fljót koma ef ég mæti með myndavélina. Fettir sig og brettir með þokkafullum tilþrifum. Tvær kríur verða líka athyglissjúkar. 
Sjá fleiri myndir í albúmi.

08.08.2012 09:31

Vond fréttamennska.

Þetta er bara eitt dæmi um vondar og villandi fréttir. Þarf ekki að gera meiri kröfur til fréttamiðla?

 

07.08.2012 14:51

Eftir Þjóðhátíð.

Þá er enn ein Þjóðhátíðin liðin. Eftirminnilegast er og verður einmuna veðurblíða nánast annan tímann og líka í gær sem er einstaklega þægilegt að ná  tjaldi og öllum búnaði þurrum í hús.

Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um dagskrána en verð þó að nefna hvað mér fannst heimafólkið okkar allt standa sig vel (best). Af öðrum ólöstuðum nefni ég sérstaklega atriði Leikfélagsins á föstudagskvöldinu.

Eitt fannst mér skyggja á  kvöldgagskrárnar allar, þessi löngu hlé milli dagskráratriða. Þarna var verið að fara marga áratugi aftur í tímann. Hléin koma miklu róti á fólkið í brekkunni. Ef þarf að vera langur undirbúningur á sviðinu t.d. fyrir rándýra (og leiðinlega) skemmtikrafta með útlend nöfn, á að vera hægt að draga fyrir og hafa eitthvað einfalt atriði fyrir framan. Ef það er vandamál tæknilega, þá hefur hönnun þessa sviðsmannvirkis í Dalnum mistekist hrapalega.  


  • 1