Færslur: 2012 September

23.09.2012 13:01

Vandamál með ljósmyndir.

"Aðallega ljósmyndir" er yfirskriftin á þessari heimasíðu minni. Hefur alltaf verið markmið mitt að hafa meira af myndum og stuttan texta. Nú eru að verða þrjár vikur síðan ég hef komið mynd hér inn vegna einhvers konar bilunar í kerfinu sem ég kann ekki skil á.
En ég er afar ánægður að sjá hvað þið eru dugleg nú undanfarið að heimsækja mig hérna, fara inn á myndaalbúmin og skoða þau. Þetta er þá eftir allt ekki til einskis gert. Kærar þakkir fyrir það.  

06.09.2012 12:58

Guðmundur Páll.

Í dag er borinn til grafar í Reykjavík Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og ljósmyndari. Ég var svo heppinn að hitta Guðmund oft á undanförnum ca. 10 árum vestur í Flatey og kynnast honum dálítið. Mikill ljúflingur sem kenndi mér ýmislegt um ljósmyndun t.d. að pixlafjöldi skiptir ekki öllu, heldur gæði linsunar. Blessuð sé minning Guðmundar Páls Ólafssonar.

Þessar myndir tók ég af Guðmundi að störfum í Flatey vorið 2004.

05.09.2012 14:45

Snæfellsjökull,1997

Núna eru að verða algengar fréttir af mikilli bráðnum jökla og þar af leiðandi hvað þeir séu að minnka.
Þessa mynd (rammi úr myndbandi) tók ég fyrir 15 árum nánar 11. ágúst árið 1997 í Flatey í afar góðu skyggni. Fróðlegt væri ef einhver hefur tekið mynd af jöklinum úr sömu átt og á svipuðum árstíma nú á síðari árum til að bera saman.
  

03.09.2012 14:01

Hvað er þetta?

Ég tók þessa mynd á dögunum norður í Kelduhverfi á bökkum Bakkahlaups (Jökulsár á Fjöllum) þar sem staðið hafa yfir framkvæmdir við varnargarða í sumar. Þarna hefur jökulleirinn úr fljótinu þornað á svona myndrænan hátt.

01.09.2012 23:52

Skrýtin flugeldasýning á N4

Mér finnst allt í lagi að það sé talsvert fyllirí þegar kaupstaður fyrir norðan á 150 ára afmæli.
En full langt gengið þegar kvikmyndatökumaður sem á að fanga flugeldasýningu virðist liggja í götunni og hafa í forgrunni sem aðalatriði umferðarljós, biðskyldumerki, bakhluta og hnakkastykki fólks. Flugeldasýningin aukaatriði einhver staðar í bakgrunni, jafnvel ofan og utan við rammann. Stundum alveg hljóðlaus, stundum ofurlítið hljóð og stundum ærandi hávaði. Allt í rugli og svima.
  • 1