Færslur: 2012 Nóvember

24.11.2012 18:02

Að fletta og fletta.

Oftast vönduð og góð umfjöllun um menningarmál og þá aðallega myndlist í Lesbók Morgunblaðsins varð til þess að ég gerðist  áskrifandi að Laugardagsmogganum fyrir nærri þrjátíu og fimm árum. Nú er Lesbókin eða Blekósin eins og ég kallaði blaðið lengi hætt að koma út fyrir all nokkru og í staðin komið Sunnudagsblað sem ég fæ stundum og stundum ekki  með Laugardagsmogganum inn um bréfalúguna.

Í dag kom svo ægilegt hlass af mogga. Þungur bunki alls heilar 280 bls. í venjulegu moggabroti. Geysilegt prentmagn. Eftir að hafa flett öllu heila klabbinu fannst mér ég ekki ekki vera neitt betri á eftir. Nú ber að taka fram að ég sá ótrúlegan fjölda auglýsinga en skoðaði þær ekki né las, geri það yfirleitt aldrei.

Niðurstaða mín er þessi: Í fyrsta lagi hljóti almenn og mikil velmegun og góðæri að vera staðreynd á Íslandi í dag. Í öðru lagi þá segi ég eins og ónefndur maður sagði á útmánuðum 2009 "ég sé eftir trjánum í þetta allt".


  • 1