Færslur: 2013 Mars

28.03.2013 12:56

Skammist ykkar!

Þarna hafið þið hangið öll, þingliðið - gagnslaust, nei - verra en gagnslaust. Skaðvaldar! Svei ykkur!

06.03.2013 15:00

Stráin í Herjólfsdal

Ég þreytist seint á þvi að dásama árbók Ferðafélags Íslands 2009 um Vestmannaeyjar.Finnst að hún eigi að vera til á hverju heimili hér og við hendina í tíma og ótíma t.d. þegar gestir eru komnir langt að.

Það er líka önnur gersemi, reyndar barn síns tíma í broti og útliti. Það er árbók Ferðafélagsins frá 1948 um Vestmannaeyjar. Ég hef verið að fletta þessari bók og haft af því mikið gaman og fróðleik. Sem dæmi get ég nefnt stuttan kafla sem heitir Gróðurríki Vestmannaeyja eftir Baldur Johnsen héraðslækni. Baldur segir að gróður sé hér mjög fáskrúðugur en er þó með plöntulista með 122 tegundum hvers konar.

Baldur skrifar: "Innst í Herjólfsdal fann ég siglingea decumbens sem vel mætti kalla Herjólfshár, eftir fyrsta fundarstaðnum á landinu og hárnöglum slíðranna". Það er nú það.

Það gæti kannski verið verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern á komandi sumri að skoða hvort þessi grastegund lifir enn inn í Herjólfsdal. Þá er spurningin hvað Baldur á við með "innst í Herjólfsdal"? Er það inn við brunn? Eða er það brekkan þar sem mannmúgur hefir setið undanfarnar þjóhátíðir eftir að sviðinu var snúið? Ef það er þar, þá er sprningin hvort blessuð stráin hafi lifað af átroðninginn, bjórinn, brennivínið, piss og önnur hlönd ásamt uppsölum og prumpi? Líklega ekki.? Svo má benda á að haustið 1976 var brekkan tyrfð að stórum hluta með torfi úr Flóanum. Ekki víst að siglingea decumbens hafi lifað það af heldur. Vonum að Baldur hafi átt við "innst" inn við brunn. Þá er von.


02.03.2013 10:10

Að færa Markarfljót

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er margfróður og skemmtilegur kall. En honum fatast flugið þegar hann talar um Markarfljótið eins og það sé bara lækjarspræna sem hægt sé að færa langar leiðir til vesturs. Og talar um að Landeyjahöfn sé ekki gæfulega staðsett. Haraldur virðist ekki hafa kynnt sér málið af neinu ráði. Grunnhugmyndin að færa fljótið til vesturs er e.t.v. góðra gjalda verð - en óframkvæmanleg, sjá meðf. myndir. Að færa Markarfljót til austurs er allt annað mál sem er vel framkvæmanlegt. Þar eru engar  neðanjávarlagnir sem koma á land og hreinn sandur að fara um. Um staðsetningu Landeyjahafnar ætla ég ekki að ræða um, - það er tilgangslaust.


Ath. Ljósmyndin er tekin sumarið 2009 þegar höfnin var í byggingu.

  • 1