Færslur: 2013 Júlí

31.07.2013 19:14

Þroskahefti.

Þroskahefti VKB 2013 er komið út. Stútfullt af skemmtilegheitum, galsa, gríni  og hlægilegum myndum. Þetta er ritið sem er árlega og alltaf lesið og skoðað aftur og aftur - og svo enn og aftur og aftur. Fjölbreytni í efnistökum er afar mikil. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. T.d. er þarna afar þörf  fræðsla um umferðarskilti, ekki síður þarfar og hávísindalegar leiðbeiningar um hægðalosun (að hleypa brúnum) og sparnaðarráð fyrir meginlendinga á Þjóðhátíð. Ótal fleiri fróðlega hláturvaka mætti nefna. Auglýsingarnar fullar af gáska og fyndni setja mikinn svip á blaðið með snjöllum textum og vandaðri sjoppuvinnu. Í senn þroskað og þarft rit. Takk fyrir það.


19.07.2013 13:22

Lundaveiði

Upplagt að leyfa lundaveiði 5 næstu daga þegar spáir ekki veiðiveðri næstu 5 daga - eða hvað?

11.07.2013 12:54

Bátur valt...ha?

Það var varla að ég trúði eigin augum að lesa frétt á vísir.is skrifaða af hinum margreynda og góða fréttamanni Gissuri Sigurðssyni. Í fréttinni stóð "BÁTUR VALT". Er það frétt?, hugsaði ég.
Svo var þetta étið upp athugasemdalaust í hádegisfréttum Bylgjunnar áðan.
Nú er það svo að bátar og skip velta oft mikið, jafnvel dögum saman í langvarandi brælum. Svo er til veltuvarnarbúnaður s.s. veltiuggar (á Herjólfi) og veltitankur (á Baldri), svínvirkar allt.

Af því að ég veit betur um þessa frétt, þá HVOLFDI vinnubáti við Landeyjasand. Betur fór en á hofðist - blessunarlega.
Spurning: Er kannski einhver annar Gissur (óreyndur) fréttamaður?


04.07.2013 11:49

Njósnir.

Um þessar mundir er talsvert talað um njósnir, hleranir og hnýsni um almenning víða um heim.
Kannski eins gott að tala varlega og á lágu nótunum.

02.07.2013 22:42

Risaeðlan

Risaeðlur höfðu lítinn heila miða við stærð.
  • 1