Færslur: 2013 September

19.09.2013 07:02

Óborganlegt.

Nú er búið að byggja litla og ódýra hörpu suður í Mílanó (pizzastaður). Hallærislegt.

Almennileg og alvöru harpa á að vera óborganleg. Sem pínu-lítil stórþjóð getur aldrei klárað að borga. Þannig óborganleg. Eða hvað.....?

08.09.2013 20:01

Vargöld.

Það hefur svo sem ekki verið ætlun mín hingað til að skrifa hér um stjórnmál. Kannski hef ég stundum sett hér inn dálítið pólitískar myndir aðeins svona til að krydda tilveruna.
Í byrjun ágúst skrifaði ég hér um hljómsveitina Skálmöld og framhaldi af því var ég að hugsa mér hljómsveit sem héti Vargöld sem væri meira í nútímanum en fortíðinni í textagerð. 
Ég var svo spurður nánar út í þetta. En af einhverjum ástæðum, líklega vankunnátta mín sem veldur að ég get ekki svarað manninum. Ætla að gera það núna.
Það sem af er þessari öld hafa vargar mínum huga, jafnt þjóðkjörnir og sjálfskipaðir valdið ómældum óskunda og tjóni hér á landi. Komu okkur á hnén haustið 2008 og eftir það hafa vargarnir vaðið um í hópum með það að markmiði að koma í veg fyrir að við getum staðið almennilega uppréttir og orðið þjóð meðal þjóða.

04.09.2013 17:35

KVEÐJA FRÁ EYJUM.

...þar sem ómenningin dafnar og blómstrar

  • 1