Færslur: 2014 Ágúst

29.08.2014 11:00

Sinueldar?

Eldgos eru yfirleitt ekkert grín. En á í vefmyndavél hefur manni sýnst í nótt og morgun meint gos vera frekar eins og sinueldar eða kannski útilegumenn og sauðaþjófar að grilla.....?

25.08.2014 09:35

Samdráttur!?

Nú er að koma í ljós að líklega eru Bárðarbunga og Askja lessur. Eru að draga sig saman. Reyndar er það ekki alveg rétt. Það er Bungan með sitt undarlega karma sem er að mjaka sér norður. Askja bíður í bili og lætur sér fátt um finnast með sína losaralegu barma.

22.08.2014 21:24

Berggangur

Orðið berggangur hefur oft verið nefnt í fréttum miðla undanfarna daga. Sumir virðast ekki alveg átta sig á hvaða fyrirbæri þetta er. Á þessari mynd sem ég tók á Fjósakletti í Herjólfsdal sést vel og greinilega berggangur ca. 50 - 60 cm breiður. Verður til þegar bráðið hraun treður sér í sprungu, í þessu tilfelli sprugu í móbergi.
Af Bungu-Bárðar er það að frétta að innantökur og niðurgangur rénar lítt en óvíst um uppsölur og ælupest að sinni.

21.08.2014 14:22

Um Fiskiðjumyndir.

Ég var spurður nýlega hvað hefði orðið um allar Fiskiðjumyndirnar sem settar voru á netið haustið 2010 í tengslum við hitting okkar Fiskiðjufólks. Ég verð að viðurkenna að hafa ekki sinnt þessu merka máli. Mig minnti endilega að það hefði verið stofnuð sérstök Fiskiðjusíða sem svo hafi af einhverjum ástæðum lognast útaf. Þetta var  ekki rétt munað hjá mér. Það rétta er að Gísli Hjartar. (Fosterinn) startaði síðu sem talsvert af Fiskiðjumyndum var sett inná. Þessi síða hans Gilla fosterinn.123.is/ hefur legið niðri um tíma en er komin í lag og er með tengil hér.
Áður en þetta kom í ljós hafði ég sett mikið af þessum myndum inn hér hjá mér til viðbótar Fiskiðjumyndum sem fyrir voru. Ég held bara það sé í góðu lagi að hafa þennan "fjársjóð" ljósmynda aðgengilegan á fleiri en einum stað.

15.08.2014 18:15

Nú klikkaði samsæriskenningin

....um að val nýs seðlabankastjóra sé stjórnað frá Hádegismóum.

05.08.2014 12:11

Þroskahefti 2014

Hið árlega Þroskahefti bregst ekki núna frekar en áður. Húmorinn og glensið á hverri síðu. Mesta hrósið gef ég fyrir myndvinnsluna sem er frábær. Takk fyrir það strákar!

  • 1