Færslur: 2014 Október

30.10.2014 16:51

Mikhail Shishkin

Mikið var fróðlegt að hlusta á rússneska rithöfundinn Mikhail Shishkin í Kiljunni hjá Agli í gækvöldi. Hann talaði um Pútin-rússapólitíkina og tengd mál á afar skíran  og skiljanlegan hátt. Gaman væri ef sumir "strútar" hér á landi myndu reyna að tosa  kannski bara öðru auganu upp úr sandinum.

 

26.10.2014 20:20

Uppbygging í Eyjum

Einhverjum finnst sjálfsagt það vera skrýtin áráttuhegðun að taka mikið ljósmyndir af framkvæmdum hvers konar. Margir hafa þakkað mér fyrir myndaalbúmin hér með þess konar myndum. 
En það er langt frá því að ég fylgist með öllu sem verið er að brasa og byggja. Nær eingöngu það sem verður á vegi mínum í það og það skiptið.

06.10.2014 08:19

Hávertíð spunameistaranna

Það hefur hingað til ekki verið á dagskrá hér á þessum vettvangi að skrifa um það tíkarlega fyrirbæri sem stjórnmálin á Íslandi eru. Það á víst aldrei að segja aldrei.

Það hljómar eflaust eins og gömul klisja, en get ekki orða bundist þegar mér finnst pólitíkin undanfarið vera meira og minna gamaldags sirkusatriði, sjónhverfingar og illa dulbúin töfrabrögð. Við, kallaðir kjósendur og stundum neytendur á hátíðarstundum höfð að fíflum. Stóreygð og opinminnt eigum við að kokgleipa allt stöffið gagnrýnislaust.

Vera þæg og góð. Hlusta (halda kjafti) prúð á lygavaðalinn. Trúa að allt sé svo yndislega gott að meðaltali. Trúa að svart sé hvítt.


  • 1