Færslur: 2014 Nóvember

30.11.2014 13:12

Meira af bulli og fl.

Nú tala fréttamennirnir um að "það megi eiga von á ágætum stormi víða um land". Fyrr á þessu ári var sagt í fréttum frá Úkraínudeilunni að hún gæti farið úr böndunum og þá "mætti eiga von á dauða og tortímingu".Eins og ég hef sagt hér áður, þá gengur mér illa að sætta mig við svona orðalag - bull. 
Svipuð öfugmæli þegar sagt er í tíma og ótíma að "þetta eða hitt sé ógeðslega gott".

Annað.
Varðandi þennan náttúrupassa nýsamþykkta. Ef ég t.d. keyri frá Landeyjarhöfn til Stykkishólms eins og ég hef oft gert og lofa að horfa einungis á veginn, ekkert á landslagið, þarf ég samt sem áður kaupa passann....ha?


24.11.2014 18:34

Afar tæknilegt!

Er þetta kannski Styrmir Gunnarsson árið 1961 að hlusta eftir hvað kommarnir voru að bralla....?

23.11.2014 15:54

Dæmalaust bull!

Nú berast fréttir af íslensku kokkalandsliði að keppa í útlöndum. M.a. sem boðið uppá er lambamjöðm. Hvað er nú það? Ég hef aldrei heyrt að í skrokkum (anatomiu) sauðfjár sé eitthvað sem heita mjaðmir. "Æi já, það varð að fara með hana Gránu gömlu í sláturhúsið í haust af því henni var svo illt í mjöðminni". Þetta er líklega af sama meiði ýmislegt annað bull í fréttum. T.d. þegar talað er um ormar, svif og þörungar borði hina og þessa fæðu. Og talað um að hundar, kettir og alls konar óæðri fénaður deyi og verði lík sem séu jörðuð. Nei, dýraríkið tekur fæðu, nærist, étur, drepst, er lógað og er hræ sem er urðað og svo fr. og fr. Ég get ómögulega sætt mig við að þetta sé hluti af eðlilegri breytingu og þróun tungumálsins.
Hér má bæta við furðu úr nútíma. Þegar fólk, aðallega vestur í henni Ameríku segist vera yfir sig ástfangið af hvölum á sama tíma og það samþykkir fjöldamorð á saklausu fólki víða um heim.

19.11.2014 13:50

35 ára bið eftir gangstétt á enda.

Mikið er ég ánægður og þakklátur að fá loksins gangsétt hér við götuna. Aggi og hans lið að klára verkið vel og snyrtilega. Ég tala um loksins gangstétt vegna þess að malbikuð gangstétt er verri en engin gangstétt. Ég er ekki sérstaklega fylgjandi þungum refsingum, en finnst bara það að detta það í hug að malbika gangstéttir eigi að vera refsivert athæfi, hvað þá fyrir að fyrirskipa ófögnuðinn.
Kannski hafa þeir sem tóku ákvörðun um þetta á sínum tíma, hafi verið (og séu) á sama þroskastigi og innræti og þeir sem finnst alltaf fyndið að sjá fullorðið fólk detta í hálku.
  

14.11.2014 16:58

Góðra vina fundur!

Ég hef einhvern tíma birt þessa mynd hér áður, ætla að gera það aftur núna.
Alltaf þegar þessi mynd dettur inn á skjáinn hjá mér, dettur mér í hug valdaelítan á fámennri eldfjallaeyju norðarlega í Atlantshafi. Ég er ekki að hugsa um ytra útlit, alls ekki. Mér finnst ég vera að sýna ykkur mynd af sálarlífi, þankagangi, - innræti.

11.11.2014 08:40

Kastljósið í gær

Jónas er í morgun aldeilis harðorður um frammistöðu forsætisráðherra í Kastljósi. 

  • 1