Færslur: 2015 Mars

31.03.2015 21:29

Textaklúður - eða hvað?

Þessi frétt birtist á visir.is í gær og er þar enn núna í kvöld án þess að undirfyrirsögnin sé lagfærð.
Mér finnst endilega, ef ég skil fréttina rétt að þarna eigi að standa "Tekur upp póstkortið í dag sem spilað verður fyrir keppnina í maí" 


26.03.2015 22:16

ÍSLAND farsælda frón

ÍSLAND í gær - ÍSLAND í dag - ÍSLAND á morgun

21.03.2015 19:02

Gullfallegt ljóð

Samfó
er eins
og sénever
í kók
í gamla daga
fifty fifty

14.03.2015 10:01

Um mannanöfn.

Mannanafnanefnd hefur verið dálítið fréttamiðlum undanfarið. Komið hafa fram hugmyndir um að legga nefndina niður. Mér hefur lengi fundist Mannanafnanefnd vera frekar hallærislegt fyrirbæri. Gamaldags forsjárhyggja og þjóðernisrembingur.
Ef að nefndin verður lögð af, nafnafrelsi veri algert. þá má búast við að foreldrar láti skíra börnin sín alls konar furðunöfnum bæði af íslenskum og erlendum uppruna. Kannski nöfnin Pútín, Obama, Lady Gaga, Elvis og Jagger. Manni dettur í hug að íslensk dýranöfn yrðu notuð t.d. Skjóni, Blesi, Snati, Snotra eða Surtla. Við vonum ekki, barnana vegna.
Og fólk fari ekki að nota nöfn eins og koma fram hér á myndinni. Eftir einhverjum ungverskum doktor,
námsmær frá Brasilíu eða þessari fríðleiks stúlku frá Argentínu.


09.03.2015 17:29

Um loðnuveiðar

Í dag hef ég verið svolítið að reyna að finna einhver staðar nánari fréttir í miðlum um gang loðnuveiða. Fann ekkert. Endaði á því að fara inná eyjafrettir.is (líka til þess að vera með á nótunum). Fann ekkert. Ekki stafur um loðnuveiðar. Kannski er þetta bara minn misskilningur - halda að fréttaflutningur af veiðum loðnuflotans í gær og dag úr vesturgöngu á Breiðafirði skipti einhverju máli...?

 

03.03.2015 14:21

Að skemma og eyðileggja nýtt hraun.

Nú sé ég og heyri í miðlum að það standi til að passa upp á að glænýja hraunið norðan Vatnajökuls verði ekki skemmt af mannavöldum. Þetta finnst okkur hér í Eyjum frekar sérkennilegt og nýtt.
Við höfum haldið að svona viðbjóður sem ryðst óboðinn upp á yfirborðið, ætti að umturna og eyðileggja með stórvirkum vinnuvélum einarðlega. Óskipulega en samt miskunarlaust brjóta niður, slétta, leggja óþarfa vegaslóða þvers og kruss og henda sorpi og rusli sem víðast um hraunið.

  • 1