Færslur: 2015 Apríl

13.04.2015 08:41

Á barmi heimsfrægðar.

Það er nú ekki mikið af mannamyndum hér inn í albúmum hjá mér.
En ég var núna um helgina að lesa langt skemmtilegt viðtal við Gunnar Jónsson kvikmyndaleikara m.m. Datt í hug af því ég á nokkra ágætar myndir af kappanum að setja þær hér inn.
Ekki get ég sagt að ég hafi kynnst Gussa neitt af ráði. En veit eftir fjölmarga heimsóknir hér til okkar á SJÓVE mót að hann er mikið ljúfmenni með hlýja nærveru, húmoristi og kappsamur sjóstangamaður.

01.04.2015 07:54

Rússneskur njósnabúnaður?

Eldsnemma í morgun fannst risastór uppblásinn andarungi á reki um tvær mílur SSA frá Stórhöfða. Ekki er vitað með vissu hvaðan þetta barnalega fyrirbæri er komið. Menn eru þó helst á því að þarna sé um að ræða dulbúning utanum háþróaðan njósnabúnað á vegum Pútíns forseta Rússlands. Sérfræðingar frá Landhelgisgæslunni eru á leið hingað til Eyja að rannsaka ungann rækilega.

Fréttst hefur að nú þegar sé hafinn undirbúningur í öllum lögregluumdæmum landsins að allir vinir og áhangendur Pútíns hér á landi verði handteknir hvar sem til þeirra næst.


Þessa mynd tók ég núna rétt áðan af Lóðsinum koma með rekaldið dularfulla inn í höfnina.

  • 1