Færslur: 2015 Júní

19.06.2015 14:40

Til hamingju með daginn konur!

Ykkur finnst kannski meðfylgjandi mynd ekki vera við hæfi, en hún er bara svo óhuggulega sjarmerandi að ég gat ekki sleppt því að hafa hana hér með.
ÞIÐ ERUÐ ALLAR YNDISLEGAR!

01.06.2015 16:01

Samanburðarljósmyndir.

Ekki man ég hvernig þessi gamla ljósmynd komst í mínar hendur. Ætla að taka mér það Bessaleyfi að birta hana hér ásamt mynd sem ég tók í dag. Finnst dálítið gaman að svona samanburðarpælingum. Ég er að giska á að gamla myndin sé líklega tekin 1954.?

Dreg mína ágiskun af því m.a. að gamli kirkjuturnin er á Landakirkju, framkvæmdir við núverandi viðbyggingu og turn hófust 1955.

Gagnfræðaskólinn lengst til hægri virðist langt kominn í byggingu, hann var tekin í notkun 1956.

Býlið sem sést í lengst til vinstri (á að hafa eitthvert nafn sem ég man ekki), er núna Strembugata 6. Þar fyrir neðan , líklega u.þ.b. þar sem Heiðarvegur 66 og 68 eru núna. sést hvítur flekkur. Tel nokkuð víst að þetta sé stakkstæði með breiddum fiski.

Svo virðist að fullbyggt sé að mestu við Boðaslóðina, en gatan sjálf ekki komin. Einungis ógreinilegur troðningur. 

Svo má ekki gleyma að nefna Braggann fyrir miðri mynd sem heil ætt, stór hópur af góðu fólki er oft kennt við.


  • 1