Færslur: 2015 Júlí

31.07.2015 12:17

Fjölmiðlafár.

Í umræðunni undanfarna daga um bréf Páleyjar, finnst mér þurfi að koma fram að allir stóru fjölmiðlarnir hafa aftur og aftur undanfarin ár flutt stórýktar og villandi fréttir af útihátíðum, sérstaklega úti á landi.
Ástæðuna tel ég vera óstjórnlega löngun fréttastofa til að geta flutt bógu krassandi frásagnir af ofbeldi, sérstaklega kynferðislegu á útihátíðum. Um líðan þolenda er þeim oft á tíðum slétt sama. Æsifréttir eru aðalatriðið.
Að þessu leiti get ég alveg skilið lögreglustjórann.
Gleðilega ofbrldislausa Þjóðhátíð!
 

29.07.2015 17:37

Máttur vinsti handar.

Núna þegar ég er að setja þetta hér inn á síðuna, þá stjórna ég músinni með vinstri hendi eins og reyndar alltaf. Finnst það ekki tiltökumál. Fyrir allmörgum árum gerðist það hjá mér tölvumúsin bilaði og varð algerlega stjórnlaus. Einhvern veginn með lagni náði ég að ná stjórn á kvikindinu með vinstri hendi alveg án þess að mér finndist það vera eitthvað til að tala um og fréttnæmt.

23.07.2015 14:09

Ég vissi það alltaf!

Það hefur lengi verið skoðun mín að Kári Stefánsson er snillingur. Leiftrandi gáfur, sköpunarkraftur og frumleg hugsun. Takk fyrir það.

19.07.2015 15:28

Vanhugsað verk!

Fyrir nærri 30 árum var búið til bílastæði við Höfðaveginn á móts við vörðuna Hvíld. Stæðið var afar rúmgott fyrir einn venjulegan bíl, en of lítið fyrir tvo bíla. Fyrir ofan á horni Höfðavegar og Illugagötu er flötur lagður malbiki sem sumir eru svo ósvífnir að kalla gangstétt, síðan umrætt bílastæði og þar fyrir neðan hálfgróið svæði sem breyttist í mýri í vætutíð. En aðalatriðið er, að út frá umferðaröryggi mátti alls ekki vera bílastæði á þessum stað. Bót í máli var að stæðið var sjaldan notað, sjaldan sem bíll lokaði fyrir útsýnið niður sveigðan Höfðaveginn.

Það sem sagt tók þá vitringa sem véla um skipulagsmál í Vestmannaeyjum, hátt í 30 ár að átta sig á að á þessum stað mætti ekki og ætti ekki að vera bílastæði

Og framkvæmdir hófust á dögunum við að útrýma bílastæðinu. Ég taldi alveg víst að Agnar mætti á svæðið með sitt lið. Nei.

Þeir aumingans vesalingar sem ákváðu að leggja út malbik þar sem annars ætti að vera snyrtileg hellulögð gangstétt, skulu hafa mikla skömm fyrir.


09.07.2015 22:22

Spriklandi á Grikklandi

https://www.youtube.com/watch?v=6BvcqaMqzmA&list=PL23gS6IRTpVw4fKdevYYiVOnKy0VKTp1U&index=29

Þessa dagana dettur manni stundum í hug hið gullfallega ljóð Skerjafjarðarskáldsins.

02.07.2015 17:48

Höggvið í sama knérunn

"Eyjamenn hafa beðið síðan 2008 eftir að smíði hefjist" segir í aðalfyrirsögn á forsíðu nýjustu Eyjafrétta. Þarna er að sjálfsögðu átt við smíði nýrrar ferju. Svo les maður áfram og þá kemur í ljós sama gamla hjakkið. Ný ferja töluð niður með því að tína til alls kyns aukaatriði málsins t.d. rekstrarform.

Aðalatriðið er að mínu mati að smíðin verði boðin út og skrifað undir smíðasamning ekki seinna en strax.

Hvaðan hafa bæjarfulltrúar þann þvætting að það taki tvö ár að smíða nýja ferju?

Smíði bæði Herjólfs II 1976 og núverandi Herjólfs 1992 tók u.þ.b. 14 mánuði.

Ég trúi ekki að tækni og vinnubrögð skipasmíða hafi farið svo aftur á síðustu 20 - 30 árum.

Ég held að tilkoma nýrrar ferju verði stór áfangi í samgöngumálum okkar. Þá fyrst verði hægt að leggja raunhæft mat á hvað þarf að gera til að gera Landeyjahöfn að því sem okkur var lofað á sínum tíma.

 

Það tók í allt 29 ár á síðustu öld að fullgera Hringskersgarðinn hér í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir hvert stóráfallið á fætur öðru, sérstaklega á fyrri hluta tímabilsins gáfust menn ekki upp. Mannvirkið var svo gríðarlega þýðingarmikið fyrir byggðalagið að menn hreinlega máttu ekki gefast upp.  

  • 1