Færslur: 2015 Ágúst

16.08.2015 23:17

Flumbrugangur í fréttum

Í gær 15. ágúst voru 70 ár liðin frá því að Japanir gáfust upp sem markaði lok seinni heimsstyrjaldarinnar (1939 - 1045). Sérkennilegt var þegar þegar sagt var frá þessi í fréttum RÚV, að sýndir voru kvikmyndabútar teknir í heimsstyrjöldinni fyrri (1914 - 1918).

10.08.2015 10:48

Ótitlað

Af öryggisástæðum hefur verið ákveðið að loka svæðinu 101 Reykjavík með 5 m hárri gaddavírsgirðingu. Verður sérstökum sérsveitun falið það verkefni að reka alla út fyrir girðinguna. Verður engum leyft að fara inn á svæðið um ókomna tíð nema einstaka undantekning gerð að hleypa fólki inn á svæðið sem er alveg hvítasaklaust og með stöðugan geislabaug yfir höfðinu eins og t.d. Tolli Morthens.

06.08.2015 14:21

Himin og haf.

Þegar við erum einhver staðar í útlöndum, í björtu og fallegu veðri, þá er eins og það sé engin himin. Einhvern veginn ekki neitt þegar til lofts er litið.
Aftur á móti hér á svona degi eins og í dag, þá er himininn hreinn og tær í grýðarlega miklu magni úti um allt. 
Og hafið verður líka endalaust stórt í fáránlega miklu magni - þó sjáum við bara yfirborðið.

  • 1