Færslur: 2015 September

04.09.2015 07:46

"Hinn eini rétti sannleikur"

Í Bændablaðinu frá 27. ágúst s.l. á bls. 34 er grein um landbúnaðarmál og því tengt. Höfundur er Hólmgeir Karlsson framkvæmastjóri Bústólpa ehf. á Akureyri, hann kallar greinina "Hugleiðingar í ágúst 2015.

Fyrirsögnin er einhvers konar geggjað grín. En það er setning í greininni sjálfri sem mér finnst ekkrt grín. "HINN EINI RÉTTI SANNLEIKUR MÁLSINS ER......."

Satt að segja hélt ég að það væri útilokað sjá sjá svona alhæfða staðhæfingu á prenti  á Íslandi. Hún felur í sér að mínum dómi svo einbeittan brotavilja til sérhagsmunagæslu að kalla má ofstæki af verri sortinni.

Um innihald fyrirsagarinnar og hinn eina rétta sannleika greinarinnar í heild getur fólk haft alls konar mismunandi skoðanir eins og gengur.


Mig langar að koma hér með dæmi sem mér finnst raunhæf hliðstæða:

Hugsum okkur vikublað sem heitir Listamannablaðið

Segjum sem svo að einhver ónefndur listamaður skrifaði grein sem birtist í blaðinu og fyrirsögnin er: "LISTAMENN HAFA ALREI FENGIÐ KRÓNU Í STYRK FRÁ RÍKINU". Segjum að þessi ímyndaði greinarhöfundur hafi þegið úr Ríkissjóði styrki í mörg ár, jafnvel áratugi. Peningarnir heita ekki beingreiðslur, þeir heita Listamannalaun. 

"Nei nei, hinn eini rétti sannleikur er að við listafólkið þyggjum enga peningja frá ríkinu og höfum aldrei gert. Listamannalaunin eru hugsuð til að létta almenningi kaup á list hvers konar. Jú, við fáum peninga sem renna strax frá okkur til þess að lækka verðið á listinni."

Haldið þið, gott fólk, að svona málfluttningur sé samþykktur og kokgleiptur umyrðalaust? Nei og nei.

Hvað mundi Elliði segja?


Ps.

Nú upplýsir Ríkisendurskoðun að styrkir úr Ríkissjóði til sauðfjárbæna s.l. átta ár séu nærri 40 milljarðar króna. Í lögum sem samþykkt voru 2007 segir um þessar greiðslur, að þær séu f.o.f. til að efla og styrkja sauðfjárrækt á Íslandi

Það er ekki fjárhæðirnar sem Ríkisendurskoðun gagnrýnir sérstaklega, heldur eftirlitið og eftirfylgjan.

Það hefur sem sagt ekkert verið skoðað í þessi átta ár, hvort þessar háu fjárhæðir hafi komið sauðfjárbændum að einhverju gagni. Hvort hafi orðið einhver  hagræðing og framþróun.

Eða kannski hafi ekki gerst annað en aukin uppblástur á gróðurþekju lansins og fjölgað ryðguðum dráttarvélum í hlaðvörpum og túnfótum landsins. Hver veit?


Að endingju vil ég taka fram að ég er fæddur og uppalin í sveit. Ég vil sjá blómlegar sveitir með lífvænlegum landbúnaði. Bara ekki sjá baslinu stjórnað af íslenskum hálvitagangi eins og mér sýnist hann hafi verið s.l. 97 ár. Bændur og búalið eiga betra skilið.


  • 1